Keflavík Norðurlandameistari 26. september 2004 00:01 "Þetta byrjaði fremur illa en það var góður stígandi í liðinu og við náðum að hampa þessum titli," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari körfuknattleiksliðs Keflavíkur sem í gær gerði sér lítið fyrir og sigraði Norðurlandamótið í körfubolta. Er óhætt að fullyrða að sjaldan eða aldrei fyrr hefur íslenskt körfuboltalið náð jafngóðum árangri á erlendri grund. Sigruðu Keflvíkingar finnsku meistarana Kouvot í úrslitaleiknum 109 - 89. Sigurður var lítillátur þegar Fréttablaðið náði tali af honum eftir að úrslitaleiknum lauk. "Þetta var flott enda eru bæði finnsku og sænsku körfuboltadeildirnar almennt taldar betri en deildin heima. Það sýnir kannski einna best að andstæðingar okkar voru engir aukvisar. Allir í liðinu voru að spila góðan leik og það er ómögulegt að taka einstaka leikmenn út. Þetta var samvinna og liðið toppaði á háréttum punkti. Það tryggði þennan sigur." Bestu lið Noregs, Finnlands og Svíþjóðar tóku þátt í keppninni auk Keflavíkur en dönsku meistararnir gátu ekki tekið þátt að þessu sinni. Sigurinn er enn sætari fyrir þær sakir að Keflavík tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu og mega í raun teljast heppnir að hafa komist alla leið í úrslit. Sigurður segir að þrátt fyrir þetta afrek sé ekki um það að ræða að slaka neitt á enda sé nóg af verkefnum framundan og lítið þýði að dvelja lengi yfir þessum titli. Hann vill heldur ekki taka neinn einstakan leikmann út fyrir góða frammistöðu en Anthony Glover, hinn nýi leikmaður liðsins, var valinn leikmaður mótsins. Hann skoraði 32 stig í úrslitaleiknum. Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Sjá meira
"Þetta byrjaði fremur illa en það var góður stígandi í liðinu og við náðum að hampa þessum titli," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari körfuknattleiksliðs Keflavíkur sem í gær gerði sér lítið fyrir og sigraði Norðurlandamótið í körfubolta. Er óhætt að fullyrða að sjaldan eða aldrei fyrr hefur íslenskt körfuboltalið náð jafngóðum árangri á erlendri grund. Sigruðu Keflvíkingar finnsku meistarana Kouvot í úrslitaleiknum 109 - 89. Sigurður var lítillátur þegar Fréttablaðið náði tali af honum eftir að úrslitaleiknum lauk. "Þetta var flott enda eru bæði finnsku og sænsku körfuboltadeildirnar almennt taldar betri en deildin heima. Það sýnir kannski einna best að andstæðingar okkar voru engir aukvisar. Allir í liðinu voru að spila góðan leik og það er ómögulegt að taka einstaka leikmenn út. Þetta var samvinna og liðið toppaði á háréttum punkti. Það tryggði þennan sigur." Bestu lið Noregs, Finnlands og Svíþjóðar tóku þátt í keppninni auk Keflavíkur en dönsku meistararnir gátu ekki tekið þátt að þessu sinni. Sigurinn er enn sætari fyrir þær sakir að Keflavík tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu og mega í raun teljast heppnir að hafa komist alla leið í úrslit. Sigurður segir að þrátt fyrir þetta afrek sé ekki um það að ræða að slaka neitt á enda sé nóg af verkefnum framundan og lítið þýði að dvelja lengi yfir þessum titli. Hann vill heldur ekki taka neinn einstakan leikmann út fyrir góða frammistöðu en Anthony Glover, hinn nýi leikmaður liðsins, var valinn leikmaður mótsins. Hann skoraði 32 stig í úrslitaleiknum.
Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Sjá meira