Sport

Arnar skoraði og Marel fékk rautt

Lokeren vann Westerlo 3-1 í belgísku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Arnar Grétarsson skoraði fyrsta mark Lokeren en hann var í byrjunarliðinu auk Arnars Þórs Viðarssonar og Marels Baldvinssonar, en Rúnar Kristinsson er meiddur. Marel var svo vikið af velli á 75. mínútu. Lokeren er í sjöunda sæti með ellefu stig, átta stigum á eftir toppliði Brugge. Á myndinni sést Arnar Grétarsson í landsleik gegn Skotum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×