Sport

Keflvíkingar í úrslit

Keflvíkingar komust í dag í úrslit Visa-bikarkeppninnar í knattspyrnu með 1-0 sigri gegn HK. Þar með lauk bikarævintýri HK-manna en þeir leika sem kunnugt er í 1.deild. Eina mark leiksins kom strax á 13. mínútu er Scott Ramsey tók góða aukaspyrnu, boltinn hafði viðkomu í varnarmanni HK og fór þaðan í netið. Keflavík mætir KA í úrslitum. Leikurinn var frekar bragðdaufur og lítið um opin marktækifæri. Bæði lið komu til leiks með þéttan varnarleik í farteskinu og því var ef til vill við hæfi að úrslit leiksins réðust af sjálfsmarki. Keflvíkinga bíður úrslitaleikur gegn KA-mönnum, sem báru sigurorð af  nýkrýndum Íslandsmeisturum FH í gær, á Laugardalsvelli þann 2. október næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×