Sport

Keflavík tapaði naumlega

Keflavík tapaði naumlega fyrir finnsku meisturunum Kouvot 80-76 í gærkvöld á Norðurlandamóti félagsliða í körfuknattleik en leikið er í Bærum í Noregi. Keflvíkingar léku mun betur en gegn norsku meisturunum en sá leikur tapaðist einnig. Anthony Glover skoraði 31 stig fyrir Íslands-og bikarmeistarana, Gunnar Einarsson kom næstur með tólf stig og Magnús Gunnarsson skoraði tíu. Keflvíkingar leika á morgun gegn Norrköping frá Svíþjóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×