Fleiri fréttir Barist um Rooney Manchester United og Newcastle halda áfram að slást um framherjann unga hjá Everton, Wayne Rooney. Everton hefur hafnað 23,5 milljóna tilboði frá Newcastle en Manchester United er sagt hafa boðið 25 milljónir punda í strákinn og að auki Frakkann, David Bellion. Nú rétt fyrir hádegi óskaði Wayne Rooney eftir því að verða settur á sölulista. 27.8.2004 00:01 Pólverji sigrar gönguna Pólverjinn Robert Korzeniowski varð í morgun Ólympíumeistari í 50 kílómetra göngu. Þetta er þriðji Ólympíutitill Korzeniowski í röð. Rússar unnu silfur og brons í 50 kílómetra göngunni. 27.8.2004 00:01 16. umferðin hefst í kvöld 16. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu hefst í kvöld með þremur leikjum. Efsta lið deildarinnar, Valur mætir Breiðabliki sem er í fjórða sæti, liðin í öðru og þriðja sæti, HK og Þróttur keppa á Kópavogsvelli. 27.8.2004 00:01 Schmeichel ráðleggur Wayne Rooney Markvörðurinn Peter Schmeichel, sem lék um árabil með Manchester United, hefur skorað á Wayne Rooney að taka sitt gamla lið framyfir Newcastle United. 27.8.2004 00:01 Er ekki allt í standi? Fyrrum þjálfari Zimbabwe, Sunday Marimo, varð að gefa nýtt starf upp á bátinn vegna þess að hann týndi vegabréfinu sínu! 27.8.2004 00:01 Skilaðu gullinu, takk! Alþjóðafimleikasambandið hefur sent Bandaríkjamanninum Paul Hamm beiðni um að skila gullverðlaununum sem hann hlaut á Ólympíuleikunum. 27.8.2004 00:01 Rooney vill fara til Manchester Wayne Rooney, leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni, hefur formlega farið fram á að vera skipt til Manchester United. 27.8.2004 00:01 Óli Gott til Englands Markvörðurinn Ólafur Gottskálksson er genginn til liðs við enska utandeildarliðið Margeit. Hann mun spila fyrsta leik sinn með félaginu á morgun. 27.8.2004 00:01 FH í þriðju umferð FH tryggði sér áframhaldandi þátttöku í Evrópukeppninni í kvöld með góðum útisigri á Dunfermline 1-2. Fyrri leikur liðanna hér heima endaði með 2-2 jafntefli en FH tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum frá Ármanni Smára Björnssyni og Tommy Nielsen á síðustu 10 mínútum leiksins. 26.8.2004 00:01 Tíu fallnir á lyfjaprófi Yfirmenn Alþjóðaólympíusambandsins segja að ólögleg lyfjanotkun sé ekki að eyðileggja leikana í Aþenu en óvenju margir íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi. Þegar er búið að svipta tvo Ólympíumeistara gullinu vegna lyfjaneyslu og dæma átta aðra keppendur úr leik. Þrír keppendur mættu ekki í próf sem þeir höfðu verið boðaðir í. 26.8.2004 00:01 Að sníða sér stakk eftir vexti Það efast enginn um það að fáir íslenskir knattspyrnumenn eru að spila jafn vel og Gylfi Einarsson um þessar mundir. Gylfi hefur farið á kostum með norska liðinu Lilleström í sumar og til að taka af allan vafa um raunverulega getu hans var hann besti maður vallarins þegar Ísland vann Ítalíu fyrir skömmu. 26.8.2004 00:01 Argentínumenn með fullt hús á ÓL Lið Argentínumanna í fótboltanum hefur lagt öðrum liðum línurnar með framúrskarandi leik og ef fram fer sem horfir mun fátt koma í veg fyrir sigur þess á Ólympíuleikunum. Argentína hefur skorað 16 mörk í fimm leikjum og haldið marki sínu hreinu. 26.8.2004 00:01 Skagamenn eru úr leik Skagamenn biðu lægri hlut gegn sænska liðinu Hammarby, 1-2, í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Svíarnir báru einnig sigur úr býtum í fyrri leiknum ytra, þá 2-0 og því samanlagt 4-1. Skagamenn geta þó alveg gengið með höfuðið hátt frá þátttöku sinni í Evrópukeppninni þetta árið. 26.8.2004 00:01 FH-ingar slógu út Skotana FH-ingar launuðu Skotunum í liði Dunfermline óleikinn frá því í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og slógu þá út úr Evrópukeppninni með 1–2 sigri í Skotlandi. Í gær voru það FH-ingar sem voru á skotskónum á lokamínútunum þegar þeir Ármann Smári Björnsson og Tommy Nielsen skoruðu á síðustu sjö mínútum og tryggðu FH sæti í þriðju umferð keppninnar. 26.8.2004 00:01 Chelsea mætir liði Porto Jose Mourinho ætti að þekkja vel til mótherja Chelsea í meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í vetur því Chelsea drógst í gær í riðil með portúgalska liðinu Porto. 26.8.2004 00:01 Þórey Edda verður fánaberi Ákveðið var í gær að Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari, verði fánaberi íslenska hópsins þegar gengið verður inn á ólympíuleikvanginn á lokaathöfn leikanna. Eins og flestum er enn í fersku minni náði Þórey frábærum árangri, varð í fimmta sæti í stangarstökki kvenna í fyrradag. Lokaathöfnin fer fram á sunnudagskvöld. 26.8.2004 00:01 Fyrstu verðlaun Ísraels Ísraelsmenn unnu til fyrstu gullverðlauna sinna á Ólympíuleikum frá upphafi, þegar Gal Fridman sigraði í brimbrettakeppni á leikunum. 25.8.2004 00:01 Jón Arnór til Rússlands Jón Arnór Stefánsson, körfuboltamaður, hefur samið til eins árs við rússneska liðið Dynamo St. Petersburg og leikur með því í vetur. Jón er laus allra mála hjá Dallas Mavericks en í samtali við Vísi sagðist hann hafa orðið þreyttur á að fá ekkert að spila. 25.8.2004 00:01 Ætlum okkur áfram FH-ingar mæta í kvöld skoska liðinu Dunfermline öðru sinni í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Fyrri leikurinn, sem fram fór á Laugardalsvelli, endaði 2-2 og þótti flestum FH-ingum, og reyndar íslenskum knattspyrnuunnendum, það frekar súrt í broti þótt fyrir fram væru Skotarnir taldir töluvert sterkari. 25.8.2004 00:01 Fylgst með leikmönnum FH Frammistaða FH-inga í Landsbankadeildinni hefur greinilega spurst vel út. Liðið mætir Dunfermline í kvöld og mörg augu útsendara koma til með að fylgjast með leikmönnum liðsins. 25.8.2004 00:01 Ekkert lát á lyfjahneykslunum á ÓL Lyfjahneykslin á ólympíuleikunum virðast engan endi ætla að taka. Í dag var greint frá því að Francoise Mbango Etone, frá Afríkuríkinu Kamerún, sem bar sigur úr býtum í þrístökki kvenna á ólympíuleikunum, á mánudagskvöld, hafi fallið á lyfjaprófi. 25.8.2004 00:01 Ray Anthony maður 15. umferðar Ray Anthony Jónsson, leikmaður Grindvíkinga er maður 15. umferðar að mati DV-Sport. Hann átti mjög góðan leik þegar hans menn lögðu KR-inga að velli, 2-3, á mánudagskvöld. Ray Anthony er fæddur árið 1979 og er uppalinn í Grindavík og hefur leikið nánast allan sinn feril með Grindvíkingum en spilaði reyndar sex leiki með Völsungum frá Húsavík, sumarið 1999. 25.8.2004 00:01 Níunda sætið í höfn Íslenska landsliðið í handknattleik náði níunda sætinu á Ólympíuleikunum í Aþenu með því að leggja Brasilíu að velli, 29-25. 24.8.2004 00:01 Róvi Jacobsen til KR KR-ingar eru búnir að næla sér í góðan liðsstyrk fyrir næsta tímabil í fótboltanum. Færeyski landsliðsmaðurinnn Róvi Jacobsen hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu. 24.8.2004 00:01 Bandaríkin - Brasilía í úrslitum Bandaríkjamenn og Brasilíumenn leika um gullið í knattspyrnukeppni kvenna á Ólympíuleikunum á fimmtudaginn. Bandarísku stúlkurnar sigruðu heimsmeistara Þjóðverja með tveimur mörkum gegn einu í framlengdum leik. 24.8.2004 00:01 Karpov með forystu í tugþrautinni Dmitri Karpov frá Kasakstan hefur forystu í tugþrautarkeppni karla á Ólympíuleikunum að loknum sjö greinum. Hann er með 6572 stig, er 166 stigum á undan Tékkanum Roman Zeberle. 24.8.2004 00:01 Heimsmeistararnir urðu neðstir Riðlakeppni körfubolta karla lauk á Ólympíuleikunum í gær. Kínverjar sigruðu heimsmeistara Serba, 67-66. Serbar urðu neðstir í A-riðli og spila um 11. sætið. Þetta er versti árangur þeirra á stórmóti frá 1947 þegar Júgóslavar urðu þrettándu á Evrópumeistaramótinu. 24.8.2004 00:01 Ferguson ánægður með Smith Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, bindur miklar vonir við framherjann Alan Smith í viðureign liðsins í Evrópukeppni meistaraliða. 24.8.2004 00:01 Nær Arsenal að slá metið í kvöld? Arsenal getur slegið met Notthingham Forest í kvöld, takist liðinu að knýja fram jafntefli eða sigur. 24.8.2004 00:01 Derlei vill verða Portúgali Brasilíski knattspyrnumaðurinn Derlei, sem leikur með Portó, hefur sótt um portúgalskan ríkisborgararétt og mun leika með liði Portúgals á HM 2006 24.8.2004 00:01 Áfall fyrir Bandaríkjamenn Katie Smith, einn af lykilleikmönnum bandaríska kvennalandsliðsins í körfuknattleik, verður ekki meira með á Ólympíuleikunum vegna meiðsla. 24.8.2004 00:01 Tottenham með tvo nýja leikmenn Tottenham hefur tryggt sér tvo nýja leikmenn fyrir veturinn. 24.8.2004 00:01 Ungverjar eru Bítlar vatnapólósins Ungverska landsliðið í vatnapólói er sagt vera með því betra sem uppi hefur verið. 24.8.2004 00:01 Enn eitt lyfjamálið í Aþenu Ungverski kringlukastarinn Robert Fazekas er sagður hafa átt við lyfjapróf sem hann tók í undankeppninni. 24.8.2004 00:01 Fljótasti hvíti maðurinn Bandaríkjamaðurinn Jeremy Wariner, sem er aðeins tvítugur að aldri, vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum þegar hann sigraði í 400 metra hlaupi karla en Bandaríkjamenn voru í þremur efstu sætunum. 24.8.2004 00:01 Draumaliðið mætir Spánverjum Draumaliðið í körfuknattleik mun væntanlega eiga í kröppum dansi á morgun þegar liðið mætir taplausu liði Spánverja í átta liðum úrslitum á Ólympíuleikunum. 24.8.2004 00:01 Dó eftir rifrildi um tölvuleik Áföllin hætta ekki að dynja á Grikkjum, gestgjöfum Ólympíuleikana. 24.8.2004 00:01 Titilvonir KR-inga úti Fimmtándu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöldi þegar Grindavík sigraði KR, 3-2, á KR-vellinum. Ray Antony Jónsson kom Grindavík yfir en Sigurvin Ólafsson og Arnar Gunnlaugsson skoruðu fyrir KR-inga áður en fyrri hálfleik lauk. 24.8.2004 00:01 Breiðablik vann Fjölni með einu Í 1. deild karla í knattspyrnu vann Breiðablik Fjölni 2-1 í gærkvöldi. Ragnar Gunnarsson og Árni Kristinn Gunnarsson skoruðu mörk Breiðabliks en Þorsteinn Jónsson mark Fjölnis. Breiðablik er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig en Fjölnir í sjötta sæti með 19. 24.8.2004 00:01 Fjarvera Kenteris fælir frá Aðsókn á frjálsíþróttakeppnina á Ólympíuleikunum hefur valdið miklum vonbrigðum mótshaldara en í gær vantaði marga áhorfendur. Skýringin er sú að hetja Grikkja á Ólympíuleikunum í Sidney fyrir fjórum árum, Kostas Kenteris, vantaði. Kenteris fór ekki í lyfjapróf og sviðssetti síðan vélhjólaslys og var rekinn úr Ólympíuþorpinu með skömm. 24.8.2004 00:01 Jafntefli hjá Lilleström og Molde Lilleström og Molde gerðu 1-1 jafntefli í norsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Gylfi Einarsson lék allan leikinn og fékk fína dóma fyrir frammistöðu sína. 24.8.2004 00:01 Þórey Edda í fimmta sæti Þórey Edda sýndi og sannaði að hún er komin í hóp allra bestu stangastökkvara í heimi. Stökk hennar uppá 4,55 metra fleytti henni upp í fimmta sætið á Ólympíuleikunu í Aþenu. Isinbayeva frá Rússlandi setti heimsmet þegar hún stökk 4,91 metra eftir einvígi gegn löndu sinni Feofanova. 24.8.2004 00:01 Ólafur Stefánsson hættur Ólafur Stefánsson segist hættur að leika með íslenska landsliðinu í handbolta, að minnsta kosti í bili. Hann tilkynnti þetta eftir leik Íslands og Rússlands á Ólympíuleikunum í gær að því er fram kemur á opinberri vefsíðu leikanna. 23.8.2004 00:01 Jón Arnar í 23. sæti Jón Arnar Magnússon stökk 7,12 metra í langstökki í tugþrautarkeppni Ólympíuleikanna nú áðan. Fyrr í morgun hljóp hann 100 metrana á 11,05 sekúndum. Jón Arnar er í 23. sæti þrautarinnar með 1692 stig en forystu hefur Bryan Clay frá Bandaríkjunum með 2039 stig. Þrefaldur heimsmeistari, Tomas Dvorak, hætti keppni eftir fyrstu grein í morgun vegna meiðsla. 23.8.2004 00:01 Jón Arnar meiddur aftan í læri Jón Arnar Magnússon, tugþrautarkappi, hefur lokið þremur greinum af tíu á Ólympíuleikunum en það eru aðeins helmingslíkur að mati þjálfara hans að hann snúi aftur í kvöld til að klára tvær síðustu greinar fyrri dagsins. Jón Arnar er sem stendur í 19. sæti með 2480 stig. 23.8.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Barist um Rooney Manchester United og Newcastle halda áfram að slást um framherjann unga hjá Everton, Wayne Rooney. Everton hefur hafnað 23,5 milljóna tilboði frá Newcastle en Manchester United er sagt hafa boðið 25 milljónir punda í strákinn og að auki Frakkann, David Bellion. Nú rétt fyrir hádegi óskaði Wayne Rooney eftir því að verða settur á sölulista. 27.8.2004 00:01
Pólverji sigrar gönguna Pólverjinn Robert Korzeniowski varð í morgun Ólympíumeistari í 50 kílómetra göngu. Þetta er þriðji Ólympíutitill Korzeniowski í röð. Rússar unnu silfur og brons í 50 kílómetra göngunni. 27.8.2004 00:01
16. umferðin hefst í kvöld 16. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu hefst í kvöld með þremur leikjum. Efsta lið deildarinnar, Valur mætir Breiðabliki sem er í fjórða sæti, liðin í öðru og þriðja sæti, HK og Þróttur keppa á Kópavogsvelli. 27.8.2004 00:01
Schmeichel ráðleggur Wayne Rooney Markvörðurinn Peter Schmeichel, sem lék um árabil með Manchester United, hefur skorað á Wayne Rooney að taka sitt gamla lið framyfir Newcastle United. 27.8.2004 00:01
Er ekki allt í standi? Fyrrum þjálfari Zimbabwe, Sunday Marimo, varð að gefa nýtt starf upp á bátinn vegna þess að hann týndi vegabréfinu sínu! 27.8.2004 00:01
Skilaðu gullinu, takk! Alþjóðafimleikasambandið hefur sent Bandaríkjamanninum Paul Hamm beiðni um að skila gullverðlaununum sem hann hlaut á Ólympíuleikunum. 27.8.2004 00:01
Rooney vill fara til Manchester Wayne Rooney, leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni, hefur formlega farið fram á að vera skipt til Manchester United. 27.8.2004 00:01
Óli Gott til Englands Markvörðurinn Ólafur Gottskálksson er genginn til liðs við enska utandeildarliðið Margeit. Hann mun spila fyrsta leik sinn með félaginu á morgun. 27.8.2004 00:01
FH í þriðju umferð FH tryggði sér áframhaldandi þátttöku í Evrópukeppninni í kvöld með góðum útisigri á Dunfermline 1-2. Fyrri leikur liðanna hér heima endaði með 2-2 jafntefli en FH tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum frá Ármanni Smára Björnssyni og Tommy Nielsen á síðustu 10 mínútum leiksins. 26.8.2004 00:01
Tíu fallnir á lyfjaprófi Yfirmenn Alþjóðaólympíusambandsins segja að ólögleg lyfjanotkun sé ekki að eyðileggja leikana í Aþenu en óvenju margir íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi. Þegar er búið að svipta tvo Ólympíumeistara gullinu vegna lyfjaneyslu og dæma átta aðra keppendur úr leik. Þrír keppendur mættu ekki í próf sem þeir höfðu verið boðaðir í. 26.8.2004 00:01
Að sníða sér stakk eftir vexti Það efast enginn um það að fáir íslenskir knattspyrnumenn eru að spila jafn vel og Gylfi Einarsson um þessar mundir. Gylfi hefur farið á kostum með norska liðinu Lilleström í sumar og til að taka af allan vafa um raunverulega getu hans var hann besti maður vallarins þegar Ísland vann Ítalíu fyrir skömmu. 26.8.2004 00:01
Argentínumenn með fullt hús á ÓL Lið Argentínumanna í fótboltanum hefur lagt öðrum liðum línurnar með framúrskarandi leik og ef fram fer sem horfir mun fátt koma í veg fyrir sigur þess á Ólympíuleikunum. Argentína hefur skorað 16 mörk í fimm leikjum og haldið marki sínu hreinu. 26.8.2004 00:01
Skagamenn eru úr leik Skagamenn biðu lægri hlut gegn sænska liðinu Hammarby, 1-2, í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Svíarnir báru einnig sigur úr býtum í fyrri leiknum ytra, þá 2-0 og því samanlagt 4-1. Skagamenn geta þó alveg gengið með höfuðið hátt frá þátttöku sinni í Evrópukeppninni þetta árið. 26.8.2004 00:01
FH-ingar slógu út Skotana FH-ingar launuðu Skotunum í liði Dunfermline óleikinn frá því í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og slógu þá út úr Evrópukeppninni með 1–2 sigri í Skotlandi. Í gær voru það FH-ingar sem voru á skotskónum á lokamínútunum þegar þeir Ármann Smári Björnsson og Tommy Nielsen skoruðu á síðustu sjö mínútum og tryggðu FH sæti í þriðju umferð keppninnar. 26.8.2004 00:01
Chelsea mætir liði Porto Jose Mourinho ætti að þekkja vel til mótherja Chelsea í meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í vetur því Chelsea drógst í gær í riðil með portúgalska liðinu Porto. 26.8.2004 00:01
Þórey Edda verður fánaberi Ákveðið var í gær að Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari, verði fánaberi íslenska hópsins þegar gengið verður inn á ólympíuleikvanginn á lokaathöfn leikanna. Eins og flestum er enn í fersku minni náði Þórey frábærum árangri, varð í fimmta sæti í stangarstökki kvenna í fyrradag. Lokaathöfnin fer fram á sunnudagskvöld. 26.8.2004 00:01
Fyrstu verðlaun Ísraels Ísraelsmenn unnu til fyrstu gullverðlauna sinna á Ólympíuleikum frá upphafi, þegar Gal Fridman sigraði í brimbrettakeppni á leikunum. 25.8.2004 00:01
Jón Arnór til Rússlands Jón Arnór Stefánsson, körfuboltamaður, hefur samið til eins árs við rússneska liðið Dynamo St. Petersburg og leikur með því í vetur. Jón er laus allra mála hjá Dallas Mavericks en í samtali við Vísi sagðist hann hafa orðið þreyttur á að fá ekkert að spila. 25.8.2004 00:01
Ætlum okkur áfram FH-ingar mæta í kvöld skoska liðinu Dunfermline öðru sinni í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Fyrri leikurinn, sem fram fór á Laugardalsvelli, endaði 2-2 og þótti flestum FH-ingum, og reyndar íslenskum knattspyrnuunnendum, það frekar súrt í broti þótt fyrir fram væru Skotarnir taldir töluvert sterkari. 25.8.2004 00:01
Fylgst með leikmönnum FH Frammistaða FH-inga í Landsbankadeildinni hefur greinilega spurst vel út. Liðið mætir Dunfermline í kvöld og mörg augu útsendara koma til með að fylgjast með leikmönnum liðsins. 25.8.2004 00:01
Ekkert lát á lyfjahneykslunum á ÓL Lyfjahneykslin á ólympíuleikunum virðast engan endi ætla að taka. Í dag var greint frá því að Francoise Mbango Etone, frá Afríkuríkinu Kamerún, sem bar sigur úr býtum í þrístökki kvenna á ólympíuleikunum, á mánudagskvöld, hafi fallið á lyfjaprófi. 25.8.2004 00:01
Ray Anthony maður 15. umferðar Ray Anthony Jónsson, leikmaður Grindvíkinga er maður 15. umferðar að mati DV-Sport. Hann átti mjög góðan leik þegar hans menn lögðu KR-inga að velli, 2-3, á mánudagskvöld. Ray Anthony er fæddur árið 1979 og er uppalinn í Grindavík og hefur leikið nánast allan sinn feril með Grindvíkingum en spilaði reyndar sex leiki með Völsungum frá Húsavík, sumarið 1999. 25.8.2004 00:01
Níunda sætið í höfn Íslenska landsliðið í handknattleik náði níunda sætinu á Ólympíuleikunum í Aþenu með því að leggja Brasilíu að velli, 29-25. 24.8.2004 00:01
Róvi Jacobsen til KR KR-ingar eru búnir að næla sér í góðan liðsstyrk fyrir næsta tímabil í fótboltanum. Færeyski landsliðsmaðurinnn Róvi Jacobsen hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu. 24.8.2004 00:01
Bandaríkin - Brasilía í úrslitum Bandaríkjamenn og Brasilíumenn leika um gullið í knattspyrnukeppni kvenna á Ólympíuleikunum á fimmtudaginn. Bandarísku stúlkurnar sigruðu heimsmeistara Þjóðverja með tveimur mörkum gegn einu í framlengdum leik. 24.8.2004 00:01
Karpov með forystu í tugþrautinni Dmitri Karpov frá Kasakstan hefur forystu í tugþrautarkeppni karla á Ólympíuleikunum að loknum sjö greinum. Hann er með 6572 stig, er 166 stigum á undan Tékkanum Roman Zeberle. 24.8.2004 00:01
Heimsmeistararnir urðu neðstir Riðlakeppni körfubolta karla lauk á Ólympíuleikunum í gær. Kínverjar sigruðu heimsmeistara Serba, 67-66. Serbar urðu neðstir í A-riðli og spila um 11. sætið. Þetta er versti árangur þeirra á stórmóti frá 1947 þegar Júgóslavar urðu þrettándu á Evrópumeistaramótinu. 24.8.2004 00:01
Ferguson ánægður með Smith Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, bindur miklar vonir við framherjann Alan Smith í viðureign liðsins í Evrópukeppni meistaraliða. 24.8.2004 00:01
Nær Arsenal að slá metið í kvöld? Arsenal getur slegið met Notthingham Forest í kvöld, takist liðinu að knýja fram jafntefli eða sigur. 24.8.2004 00:01
Derlei vill verða Portúgali Brasilíski knattspyrnumaðurinn Derlei, sem leikur með Portó, hefur sótt um portúgalskan ríkisborgararétt og mun leika með liði Portúgals á HM 2006 24.8.2004 00:01
Áfall fyrir Bandaríkjamenn Katie Smith, einn af lykilleikmönnum bandaríska kvennalandsliðsins í körfuknattleik, verður ekki meira með á Ólympíuleikunum vegna meiðsla. 24.8.2004 00:01
Tottenham með tvo nýja leikmenn Tottenham hefur tryggt sér tvo nýja leikmenn fyrir veturinn. 24.8.2004 00:01
Ungverjar eru Bítlar vatnapólósins Ungverska landsliðið í vatnapólói er sagt vera með því betra sem uppi hefur verið. 24.8.2004 00:01
Enn eitt lyfjamálið í Aþenu Ungverski kringlukastarinn Robert Fazekas er sagður hafa átt við lyfjapróf sem hann tók í undankeppninni. 24.8.2004 00:01
Fljótasti hvíti maðurinn Bandaríkjamaðurinn Jeremy Wariner, sem er aðeins tvítugur að aldri, vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum þegar hann sigraði í 400 metra hlaupi karla en Bandaríkjamenn voru í þremur efstu sætunum. 24.8.2004 00:01
Draumaliðið mætir Spánverjum Draumaliðið í körfuknattleik mun væntanlega eiga í kröppum dansi á morgun þegar liðið mætir taplausu liði Spánverja í átta liðum úrslitum á Ólympíuleikunum. 24.8.2004 00:01
Dó eftir rifrildi um tölvuleik Áföllin hætta ekki að dynja á Grikkjum, gestgjöfum Ólympíuleikana. 24.8.2004 00:01
Titilvonir KR-inga úti Fimmtándu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöldi þegar Grindavík sigraði KR, 3-2, á KR-vellinum. Ray Antony Jónsson kom Grindavík yfir en Sigurvin Ólafsson og Arnar Gunnlaugsson skoruðu fyrir KR-inga áður en fyrri hálfleik lauk. 24.8.2004 00:01
Breiðablik vann Fjölni með einu Í 1. deild karla í knattspyrnu vann Breiðablik Fjölni 2-1 í gærkvöldi. Ragnar Gunnarsson og Árni Kristinn Gunnarsson skoruðu mörk Breiðabliks en Þorsteinn Jónsson mark Fjölnis. Breiðablik er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig en Fjölnir í sjötta sæti með 19. 24.8.2004 00:01
Fjarvera Kenteris fælir frá Aðsókn á frjálsíþróttakeppnina á Ólympíuleikunum hefur valdið miklum vonbrigðum mótshaldara en í gær vantaði marga áhorfendur. Skýringin er sú að hetja Grikkja á Ólympíuleikunum í Sidney fyrir fjórum árum, Kostas Kenteris, vantaði. Kenteris fór ekki í lyfjapróf og sviðssetti síðan vélhjólaslys og var rekinn úr Ólympíuþorpinu með skömm. 24.8.2004 00:01
Jafntefli hjá Lilleström og Molde Lilleström og Molde gerðu 1-1 jafntefli í norsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Gylfi Einarsson lék allan leikinn og fékk fína dóma fyrir frammistöðu sína. 24.8.2004 00:01
Þórey Edda í fimmta sæti Þórey Edda sýndi og sannaði að hún er komin í hóp allra bestu stangastökkvara í heimi. Stökk hennar uppá 4,55 metra fleytti henni upp í fimmta sætið á Ólympíuleikunu í Aþenu. Isinbayeva frá Rússlandi setti heimsmet þegar hún stökk 4,91 metra eftir einvígi gegn löndu sinni Feofanova. 24.8.2004 00:01
Ólafur Stefánsson hættur Ólafur Stefánsson segist hættur að leika með íslenska landsliðinu í handbolta, að minnsta kosti í bili. Hann tilkynnti þetta eftir leik Íslands og Rússlands á Ólympíuleikunum í gær að því er fram kemur á opinberri vefsíðu leikanna. 23.8.2004 00:01
Jón Arnar í 23. sæti Jón Arnar Magnússon stökk 7,12 metra í langstökki í tugþrautarkeppni Ólympíuleikanna nú áðan. Fyrr í morgun hljóp hann 100 metrana á 11,05 sekúndum. Jón Arnar er í 23. sæti þrautarinnar með 1692 stig en forystu hefur Bryan Clay frá Bandaríkjunum með 2039 stig. Þrefaldur heimsmeistari, Tomas Dvorak, hætti keppni eftir fyrstu grein í morgun vegna meiðsla. 23.8.2004 00:01
Jón Arnar meiddur aftan í læri Jón Arnar Magnússon, tugþrautarkappi, hefur lokið þremur greinum af tíu á Ólympíuleikunum en það eru aðeins helmingslíkur að mati þjálfara hans að hann snúi aftur í kvöld til að klára tvær síðustu greinar fyrri dagsins. Jón Arnar er sem stendur í 19. sæti með 2480 stig. 23.8.2004 00:01