Sport

Nær Arsenal að slá metið í kvöld?

Arsenal getur slegið met Notthingham Forest í kvöld, takist liðinu að knýja fram jafntefli eða sigur. Arsenal-menn hafa leikið fjörutíu og tvo leiki í röð án þess að tapa og eru þar með jafnir Forest sem átti fyrra metið. Arsenal vann Middlesbrough 5-3 eftir að hafa verið 1-3 undir. Dennis Bergkamp, fyrirliði Arsenal, sagði endurkomuna í leiknum hafa verið með þeim glæsilegri sem hann hafi orðið vitni að. "Þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir var andinn í liðinu frábær" sagði Bergkamp. "Eftir fimmta markið vissum við að liðið hafði afrekað eitthvað sérstakt". Arsenal mætir Blackburn Rovers í kvöld



Fleiri fréttir

Sjá meira


×