Sport

Derlei vill verða Portúgali

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Derlei, sem leikur með Portó, hefur sótt um portúgalskan ríkisborgararétt og mun leika með liði Portúgals á HM 2006. Málið er nánast frágengið en ekki er langt síðan Deco, fyrum félagi Derlei, gekk sömu leið. Derlei, sem oft er nefndur "The Ninja", spilaði stóra rullu í liði Portó á síðastliðnu tímabili þar sem liðið vann portúgölsku deildina og varð þar að auki Evrópumeistari meistaraliða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×