Sport

Pólverji sigrar gönguna

Pólverjinn Robert Korzeniowski varð í morgun Ólympíumeistari í 50 kílómetra göngu. Þetta er þriðji Ólympíutitill Korzeniowski í röð. Rússar unnu silfur og brons í 50 kílómetra göngunni. Grikkir og Frakkar spila um 5. sætið í handbolta karla á Ólympíuleikunum. Frakkar unnu Spánverja 29-27 í morgun og Grikkir lögðu Suður Kóreumenn að velli, 29-24. Undanúrslitaleikirnir verða í dag; þá keppa Króatar og Ungverjar og Rússar og Þjóðverjar. Undanúrslit körfuboltakeppni karla á Ólympíuleikunum verða í dag. Ítalir mæta Litháum og Bandaríkjamenn keppa við Argentínumenn. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn klukkan 17.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×