Sport

Tottenham með tvo nýja leikmenn

Tottenham hefur tryggt sér tvo nýja leikmenn fyrir veturinn. Franski varnarmaðurinn Noe Pamarot var keyptur frá Nice í Frakklandi fyrir 2,5 milljónir evra og snemma í vikunni var búist við að Michael Carrick frá West Ham myndi vera tilbúinn í slaginn. Þá hefur Spurs endurheimt Robbie Keane, sem hefur átt við meiðsl að stríða í rúman mánuð og vonast forráðamenn Tottenham til að halda kappanum heilum í vetur. Keane var markahæsti maður liðsins á síðasta tímabili og mikilvægt fyrir Spurs að hann sé í lagi. Jacques Santini, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði að Keane myndi fara á fullt að lokinni læknisskoðun. "Við viljum ekki fara okkur óðslega enda er Keane gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði okkar" sagði Santini.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×