Sport

Schmeichel ráðleggur Wayne Rooney

Markvörðurinn Peter Schmeichel, sem lék um árabil með Manchester United, hefur skorað á Wayne Rooney að taka sitt gamla lið framyfir Newcastle United. Liðin tvö hafa bitist um að fá leikmanninn í sínar raðir en ljóst er að lið Everton mun ekki gefa hann svo glatt upp á bátinn. Schmeichel segir Rooney mun líklegri til afreka með Manchester og myndi ferill hans skilja meira eftir sig ef hann léki þar. "Með þeim orðum er ég alls ekki að gera lítið úr Newcastle, því það er frábært fótboltalið" sagði Schmeichel. "En þeir eru ekki af sömu stærðargráðu og Manchester og menn eins og Rooney þurfa að hafa gott lið í kringum sig".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×