Sport

Fylgst með leikmönnum FH

Frammistaða FH-inga í Landsbankadeildinni hefur greinilega spurst vel út. Liðið mætir Dunfermline í kvöld og mörg augu útsendara koma til með að fylgjast með leikmönnum liðsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru forráðamenn enska 1. deildarfélagsins Preston North End að skoða tvo leikmenn FH-inga, þá Allan Borgvardt og Atla Viðar Björnsson. Í samtali við blaðið vildi Atli Viðar ekki kannast við áhuga Preston. "Það eina sem ég veit er að það verður einhver haugur af útsendurum á leiknum í kvöld, hverja þeir eru að skoða hef ég ekki hugmynd um." Í sama streng tók framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, Pétur Stephensen. "Þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég er búinn að athuga málið og það er enginn á vegum Preston að skoða okkar menn. Við höfum hins vegar fregnir af því að það verði þó nokkuð af útsendurum að skoða okkar menn í þessum leik og ekkert nema gott um það að segja."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×