Sport

16. umferðin hefst í kvöld

16. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu hefst í kvöld með þremur leikjum. Efsta lið deildarinnar, Valur mætir Breiðabliki sem er í fjórða sæti, liðin í öðru og þriðja sæti, HK og Þróttur keppa á Kópavogsvelli. Þá mætast liðin í sjötta og sjöunda sæti, Fjölnir og Stjarnan í Grafarvogi. Leikirnir hefjast allir klukkan 18,30. Í 1. deild kvenna gerðu Stjarnan og KR 1-1 jafntefli í gærkvöldi. Þetta var vígsluleikur á nýjum gervigrasvelli þeirra Garðbæinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×