Sport

Er ekki allt í standi?

Fyrrum þjálfari Zimbabwe, Sunday Marimo, varð að gefa nýtt starf upp á bátinn vegna þess að hann týndi vegabréfinu sínu! Forráðamenn Umtata Bush Bucks, sem er lið í London, höfðu rekist á Marimo á móti í Afríku og eftir eitthvert þref var ákveðið að ráða kappann. Það fór ekki betur en svo að Marimo neyddist til að afþakka boðið vegna þess að vegabréf hans væri týnt og að endurnýjun tæki þrjá mánuði. Clemens Westerhof, fyrrum þjálfari Nígeríu, hefur verið ráðinn í starfið. Við hjá Vísi segjum bara: "Blessaður!"



Fleiri fréttir

Sjá meira


×