Sport

Titilvonir KR-inga úti

Fimmtándu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöldi þegar Grindavík sigraði KR, 3-2, á KR-vellinum. Ray Antony Jónsson kom Grindavík yfir en Sigurvin Ólafsson og Arnar Gunnlaugsson skoruðu fyrir KR-inga áður en fyrri hálfleik lauk. Grétar Ólafur Hjartarson jafnaði metin í síðari hálfleik og Óskar Örn Hauksson tryggði Grindavík svo sigurinn. KR er í sjötta sæti deildarinnar með 19 stig og á ekki lengur möguleika á því að verja Íslandsmeistaratitilinn. Grindavík er í sjöunda sæti með 18 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×