„Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2025 11:01 Benjamin Sesko hefur ekki enn skorað fyrir Manchester United. epa/ADAM VAUGHAN Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst á ný um helgina eftir fyrsta landsleikjahlé tímabilsins. Margir standa frammi fyrir stórum ákvörðunum þegar kemur að liðinu sínu í Fantasy og strákarnir í hlaðvarpinu Fantasýn fóru yfir stöðuna í síðasta þætti, meðal annars hvað gera ætti við Benjamin Sesko, framherja Manchester United. Þrátt fyrir að Sesko hafi ekki enn verið í byrjunarliði United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu er Sindri Kamban með Slóvenann í Fantasy-liðinu sínu. Pálmi Freyr Hauksson, sem hljóp í skarðið fyrir Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti af Fantasýn, sagði álit sitt á valinu á Sesko. „Leikmaðurinn sem ég myndi segja þú ættir að selja en skil mjög vel að hafa er Sesko út af því að það eru leikir gegn Manchester City og Chelsea. En ég held að við séum báðir með svona Manchester United æxli í heilanum á okkur sem ýtir á heilastöðvarnar og lætur okkur halda að þetta sé góð hugmynd, þegar maður er inni í brennandi húsinu,“ sagði Pálmi. „Mig langar að segja þér að selja Sesko en þú getur varla selt hann núna. Það eru tveir hræðilega erfiðir leikir framundan en manni finnst eins og hann sé að fara að byrja núna. Hann var með einhverja krampa, nýkominn og nýbúinn að fara í læknisskoðun.“ Sesko spilaði níutíu mínútur í báðum leikjum Slóveníu í landsleikjahléinu. „Kannski er hann kominn í leikform og er að fara að vera læstur uppi á topp hjá United því miðað við hæðina á manninum og hvað hann er rosalega góður að lyfta fætinum hátt finnst manni hann vera svolítið góður,“ sagði Pálmi. Sindri er sannfærður um að Sesko muni reima á sig markaskóna og hefur mikla trú á slóvenska framherjanum sem United keypti frá RB Leipzig í sumar. „Ég hugsa svo mikið um að Sesko sé að fara að skora mark. Það hlýtur að fara að gerast,“ sagði Sindri. United mætir grönnum sínum í City klukkan 15:30 á sunnudaginn. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Hlusta má á nýjasta þáttinn af Fantasýn í spilaranum hér fyrir neðan. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Fleiri fréttir Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira
Þrátt fyrir að Sesko hafi ekki enn verið í byrjunarliði United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu er Sindri Kamban með Slóvenann í Fantasy-liðinu sínu. Pálmi Freyr Hauksson, sem hljóp í skarðið fyrir Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti af Fantasýn, sagði álit sitt á valinu á Sesko. „Leikmaðurinn sem ég myndi segja þú ættir að selja en skil mjög vel að hafa er Sesko út af því að það eru leikir gegn Manchester City og Chelsea. En ég held að við séum báðir með svona Manchester United æxli í heilanum á okkur sem ýtir á heilastöðvarnar og lætur okkur halda að þetta sé góð hugmynd, þegar maður er inni í brennandi húsinu,“ sagði Pálmi. „Mig langar að segja þér að selja Sesko en þú getur varla selt hann núna. Það eru tveir hræðilega erfiðir leikir framundan en manni finnst eins og hann sé að fara að byrja núna. Hann var með einhverja krampa, nýkominn og nýbúinn að fara í læknisskoðun.“ Sesko spilaði níutíu mínútur í báðum leikjum Slóveníu í landsleikjahléinu. „Kannski er hann kominn í leikform og er að fara að vera læstur uppi á topp hjá United því miðað við hæðina á manninum og hvað hann er rosalega góður að lyfta fætinum hátt finnst manni hann vera svolítið góður,“ sagði Pálmi. Sindri er sannfærður um að Sesko muni reima á sig markaskóna og hefur mikla trú á slóvenska framherjanum sem United keypti frá RB Leipzig í sumar. „Ég hugsa svo mikið um að Sesko sé að fara að skora mark. Það hlýtur að fara að gerast,“ sagði Sindri. United mætir grönnum sínum í City klukkan 15:30 á sunnudaginn. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Hlusta má á nýjasta þáttinn af Fantasýn í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Fleiri fréttir Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira