Sport

Fjarvera Kenteris fælir frá

Aðsókn á frjálsíþróttakeppnina á Ólympíuleikunum hefur valdið miklum vonbrigðum mótshaldara en í gær vantaði marga áhorfendur. Skýringin er sú að hetja Grikkja á Ólympíuleikunum í Sidney fyrir fjórum árum, Kostas Kenteris, vantaði. Kenteris fór ekki í lyfjapróf og sviðssetti síðan vélhjólaslys og var rekinn úr Ólympíuþorpinu með skömm. Í frétt Reuters-fréttastofunnar er rætt við nokkra Grikki sem keypt höfðu sér miða á frjálsíþróttavöllinn í gær til þess að fylgjast með undanrásunum í 200 metra hlaupinu. Þeir hinir sömu eru grautfúlir með fjarveru Kenteris en margir höfðu keypt sér miða á keppnina um leið og þeir fóru í sölu fyrir ári. Fjarvera Kenteris hefur einnig haft áhrif á sölu auglýsinga hjá gríska sjónvarpinu; áhuginn er ekki jafn mikill eftir gríska harmleikinn með Kenteris og félaga hans í frjálsíþróttaliði Grikkja, Katarinu Thanou. Á myndinni fagnar Kenteris Evrópumeistaratitlinum í 200 metra hlaupi í Munchen árið 2002.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×