Sport

Róvi Jacobsen til KR

KR-ingar eru búnir að næla sér í góðan liðsstyrk fyrir næsta tímabil í fótboltanum. Færeyski landsliðsmaðurinnn Róvi Jacobsen hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu. Róvi Jacobsen er fæddur 5. mars árið 1979 og lék með KÍ frá Klakksvík frá 1996 til 2000 en hefur síðan leikið með HB í Þórshöfn. Hér er um að ræða sterkan miðjumann sem skorað hefur skorað 35 mörk í 94 leikjum fyrir HB. Róvi Jacobsen hefur leikið 26 landsleiki fyrir hönd Færeyinga og skorað í þeim fjögur mörk og til að mynda skoraði hann í báðum leikjum Íslendinga og Færeyinga í undankeppni EM 2004.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×