Sport

Draumaliðið mætir Spánverjum

Draumaliðið í körfuknattleik mun væntanlega eiga í kröppum dansi á morgun þegar liðið mætir taplausu liði Spánverja í átta liðum úrslitum á Ólympíuleikunum. Pau Gasol, framherji NBA-liðsins Memphis Grizzlies, hefur farið fyrir frísku liði Spánverja, skorað 18,2 stig að meðaltali í leik og hefur þar að auki tekið 7,6 fráköst. Þrátt fyrir fimm leikja sigurgöngu spænska liðsins er þjálfari Spánverja, Mario Pesquera, smeykur við hugarfar sinna manna og segir sigurgönguna ekki ávísun á sigur. "Það er stórvarasamt að fara í leik með nokkra sigurleiki í farteskinu" sagði þjálfarinn. Tim Duncan, miðherji Draumaliðsins, hefur greinilega lítið fylgst með öðrum liðum á leikunum enda Bandaríkjamenn í miklu basli á leikjunum og nánast heppnir að vera komnir í fjórðungsúrslit. "Ég veit ekkert um spænska liðið" sagði Duncan aðspurður um andstæðinga sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×