Sport

Ferguson ánægður með Smith

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, bindur miklar vonir við framherjann Alan Smith í viðureign liðsins í Evrópukeppni meistaraliða. "Smith er búinn að reynast okkur feykivel" segir Ferguson og bætir við að Smith minni sig oft á Mark Hughes, sem lék lengi vel í Manchester. United mætir Dínamó Búkarest og er Smith fullur sjálfstrausts fyrir þá rimmu. "Aðalatriðið er að vinna og meðan að okkur gengur vel skiptir annað engu máli" sagði Smith. Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur nú náð sér af meiðslum sínum og verður hann til í slaginn gegn Búkarest og eru það gleðitíðindi fyrir United-menn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×