Fleiri fréttir

Skutu á fólk sem fagnaði þjóðhátíðardegi Afgana

Nokkrir eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana leystu upp samkomu fólk sem fagnaði þjóðhátíðardegi Afganistans í borginni Asadabad í dag. Talibanar skutu á fólkið en ekki er ljóst hvort að þeir látnu féllu af völdum skotsára eða troðnings sem skapaðist þegar skotunum var hleypt af.

Örvæntingin eykst á Haítí en stjórnvöld afþakka aðstoð

Stjórnvöld á Haítí afþökkuðu aðstoð alþjóðlegra hjálparsamtaka vegna jarðskjálftans um helgina þrátt fyrir að erlendir hjálparstarfsmenn í landinu segi sjúkrahús á hamfarasvæðinu að mestu óstarfhæf og að skortur sé á lækningatækjum.

Nýsjálensk börn verði bólusett

Stjórnvöld á Nýja Sjálandi heimiluðu í gær að börn á aldrinum tólf til fimmtán ára verði bólusett en hingað til hafa einungis þeir sem náð hafa sextán ára aldri getað fengið bólusetningu í landinu.

Íbúar Kabúl óttaslegnir

Þótt Talibanar hafi gefið út almenna sakaruppgjöf í Afganistan og skorað á fólk að halda til vinnu eru margir íbúar höfuðborgarinnar Kabúl óttaslegnir og halda sig heima.

Sér ekki hvernig hefði verið hægt að komast hjá ringul­reið á flug­vellinum

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti segir að það sé vel hugsan­legt að banda­rískir her­menn verði lengur í Afgan­istan en til 31. ágúst ef ekki hefur tekist að koma öllum Banda­ríkja­mönnum úr landinu fyrir þann tíma. Hann sér ekki hvernig hægt hefði verið að komast hjá ringul­reið á flug­vellinum í Kabúl síðasta mánu­dag.

Sagði R. Kelly vera rándýr

Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 

Örvunar­skammtar ríku þjóðanna eins og að út­deila öðru björgunar­vesti á meðan aðrir drukkna án vestis

Embættismenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru harðorðir í garð þeirra þjóða sem byrjað hafa að útdeila örvunarskömmtum á bóluefni gegn kórónuveirunni á sama tíma og milljónir manna séu enn óbólusettir víða um heim. Er þessu líkt við það að gefa einstaklingum björgunarvesti númer tvö á sama tíma og aðrir séu án björgunarvestis.

Ghani kominn til furstadæmanna

Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum staðfesta að Ashraf Ghani, forseti Afganistans, sé staddur þar. Ghani flúði heimalandið um helgina þegar talibarnar nálguðust höfuðborgina Kabúl.

Herða tökin á netinu eftir mótmæli á Kúbu

Kommúnistastjórnin á Kúbu hefur lagt fram nýjar og hertar reglur um samfélagsmiðla og internetið í kjölfar óvenjuáberandi mótmæla þar nýlega. Gagnrýnendur halda því fram að breytingunum sé ætla að þagga niður í andófsröddum.

Mannfall í mótmælum gegn talibönum

Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur.

Mikil flóð eftir úrhelli í sænsku Dölunum

Skemmdir hafa orðið á vegum og brúm og flætt hefur inn í íbúðarhús í miklum flóðum í kjölfar úrhellisúrkomu í Gävleborg og Dölunum í austanverðri Svíþjóð. Íbúar á svæðinu eru varaðir við því að vera á ferðinni nema alger nauðsyn krefji.

Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig

Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar.

Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu

Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann.

Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag

Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot.

Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk

Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi.

Tæplega tvö þúsund manns hafi látist á Haítí

Tala látinna og slasaðra eftir öflugan jarðskjálfta á Haíti á laugardag hækkar stöðugt. Nú er talið að tæplega tvö þúsund manns hafi látist og hefur sú tala hækkað um fimm hundruð á einum degi. Þá er eru tíu þúsund manns slasaðir.

Leiðtogar Talibana koma úr felum

Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl.

Heilagir nem­endur í þrjá­tíu ár

Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001.

Fundu mörg hundruð látna til viðbótar í dag

Stað­festum dauðs­föllum eftir skjálftann sem reið yfir Haítí á laugar­dag fjölgaði mjög í dag. Opin­berar tölur frá Haítí yfir fjölda látinni fóru úr 1.419 í morgun upp í 1.941 nú í kvöld. Ekki er ljóst hve margra er enn saknað.

„Sunnudagurinn var hræðilegasti dagur lífs míns“

Afgönsk kona sem býr í Kabúl, höfuðborg Afganistan, og starfaði fyrir ríkisstjórnina sem þar var við völd áður en Talibanar tóku völdin segist óttast mjög um framtíðina undir stjórn Talibana.

Allir þrír um borð taldir af eftir flug­slys í Rúss­landi

Talið er að allir þrír sem voru um borð í til­rauna­flugi rússneskrar herflugvélar hafi látist þegar hún hrapaði til jarðar á höfuðborgarsvæði Moskvu í dag. At­vikið náðist á mynd­band sem má sjá hér neðar í fréttinni.

Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju

Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum.

Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði

Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum.

Rýmdu flugbrautina til að halda brottflutningi áfram

Brottflutningur erlendra erindreka og óbreyttra borgara hélt áfram í dag eftir að þúsundir örvæntingarfullra Afgana voru reknar af flugbraut flugvallarins í Kabúl. Forseti Þýskalands lýsir glundroðanum í landinu sem skammarlegum fyrir vesturlönd.

Malala hvetur ríki heims til að taka við Afgönum

Ríki heims þurfa að opna landamæri sín fyrir afgönskum flóttamönnum eftir að land þeirra féll í hendur talibana, að sögn Malölu Yousafzai sem komst naumlega lífs af þegar talibanar skutu hana í höfuðið fyrir tæpum áratug.

Konur birtast á skjánum á ný

Kvenkyns fréttaþulur birtist á skjánum á ný hjá fréttastofunni Tolo News í Afganistan í gærkvöldi en konur hafa ekki sést á skjánum frá því Talibanar náðu Kabúl höfuðborg landsins á sitt vald á sunnudag.

Stormur í kjölfar jarðskjálfta

Hitabeltisstormurinn Grace skall á Haítí í gærkvöldi aðeins tveimur dögum eftir öflugan jarðskjálfta sem kostað hefur rúmlega fjórtán hundruð manns lífið. Um sex þúsund manns slösuðust og þúsundir bygginga eyðilögðust.

Mynd sýnir þétt­pakkaða her­flutninga­vél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afgan­istan

Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan.

Varði á­kvörðunina og skellti skuldinni á ráða­mennina sem flúðu

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna.

Forstjóri sögufrægrar Formúlu 1-brautar myrtur

Nathalie Maillet, forstjóri Spa-Francorchamps kappaktursbrautarinnar í Belgíu, fannst látin á heimili sínu í gær. Svo virðist sem að eiginmaður hennar hafi skotið hana og aðra konu til bana áður en hann beindi byssunni að sjálfum sér.

Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra

Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa.

Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína

Tilkynnt hefur verið um áform um byggingu átján nýrra kolaorkuvera í Kína á fyrri hluta þessa árs og þá liggja fyrir tillögur að 43 til viðbótar. Kolabruni er stærsta einstaka uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum.

Sjá næstu 50 fréttir