Fleiri fréttir

Samspil margra þátta leiddi til Lion Air slyssins

Rannsakendur í Indónesíu segja samspil margra þátta, eins og tæknilegra galla, mistök við viðhald og mistök flugmanna, hafa leitt til þess að Boeing 737 MAX flugvél Lion Air brotlenti skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu.

Veiðimaður drepinn af hirti sem hann hafði skotið

Atvikið átti sér stað á þriðjudaginn þegar hinn 66 ára gamli Thomas Alexander var við veiðar í Arkansas. Hann skaut hjartardýr og gekk að því til að tryggja að það væri dautt. Tarfurinn stóð hins vegar upp, réðst á Alexander og stakk hann á hol með hornum sínum.

Johnson vill kosningar í desember

Búist er við því að Evrópusambandið samþykki á morgun að fresta útgöngu Bretlands um þrjá mánuði. Breski forsætisráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að kosið verði í Bretlandi í desember.

Líkamsleifar einræðisherrans Franco grafnar upp

Arfleið einræðisherrans Franco vekur enn upp heitar tilfinningar á Spáni. Lík hans var í morgun fjarlægt frá minnisvarða þar sem þúsundir fórnarlamba hans voru grafin án samþykkis fjölskyldna þeirra.

Fólkið sem fannst í gámnum sagt vera frá Kína

Lögreglan á Englandi yfirheyrir enn vörubílstjóra sem var handtekinn í gær eftir að þrjátíu og níu lík fundust í bíl hans en bílnum hafði nýlega verið ekið til Englands frá Búlgaríu.

Sagðist vera að byggja múr í Colorado, sem er ekki á landamærunum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á kosningafundi í gærkvöldi að hann væri að byggja múr í Nýju-Mexíkó og í Colorado. Það þykir athyglisvert fyrir þær sakir að Colorado er ekki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og því er alfarið óljóst af hverju þörf sé á múr þar.

Aukin umsvif Rússa í Afríkuríkjum

Áhrif Rússa í Afríku hafa aukist jafnt og þétt með samningum um vopnasölu, kjarnorkuver, námagröft og olíuviðskipti um alla álfuna. Vladímír Pútín bauð afrískum leiðtogum til fundar um samskipti Rússlands og Afríku sem hófst í borg

Uppfylla upprunalega kröfu mótmælenda

Upprunalegri kröfu mótmælenda í Hong Kong var mætt í morgun. Kínverska utanríkisráðuneytið blæs á fréttir af því að til standi að skipta út stjórnanda sjálfstjórnarsvæðisins

Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar

Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt.

Útlit fyrir að ESB samþykki frestun

Útlit er fyrir að Evrópusambandið samþykki beiðni Bretlandsstjórnar um að fresta útgöngu. Forsætisráðherra Breta vill þó enga frestun fá.

Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur

Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð.

Ætla ekki að herja á Kúrda í bili

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt.

Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland

Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé.

Uppgötvuðu æxli í tæka tíð vegna hitamyndavélar á safni

Það getur verið gagnlegt að fara á söfn og líklega hefur það aldrei átt betur við en í tilfelli 41 árs breskrar konu sem heimsótti Camera Obscura and the World of Illusions safnið í Edinborg í Skotlandi. Hitamyndavél á safninu varð til þess að æxli í vinstra brjósti hennar uppgötvaðist í tæka tíð.

Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum

William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum.

Sjá næstu 50 fréttir