Fleiri fréttir

Kosningar í Ísrael: Mjótt á munum í útgönguspám

Kjörstöðum hefur verið lokað í þingkosningunum í Ísrael. Útgönguspár þriggja ísraelskra fjölmiðla gefa til kynna að mjótt verði á munum milli Líkúd flokks forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú og Bláhvíts flokks Benny Gantz.

Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum

Hæstiréttur Bretlands fjallaði í dag um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um frestun þingfunda fram í október. Málið er flókið enda voru dómarar í Skotlandi ósammála þeim í Wales og Englandi um málið.

Renzi stofnar nýjan flokk

Fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk síðar í vikunni og þar með segja skilið við Lýðræðisflokkinn.

Gefur lítið fyrir viðræður við Trump

Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða.

Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir

Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit.

Spánverjar hafna framsalsbeiðni Bandaríkjanna

Spænskir dómstólar hafa úrskurðað að Hugo Armando Carvajal, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Venesúela, verði ekki framseldur til Bandaríkjanna þar sem hans bíða ákærur vegna eiturlyfjasmygls. Þess í stað hefur honum verið sleppt úr haldi.

Þröng staða fyrir Netanjahú

Ísraelar kjósa sér nýtt þing á morgun, í annað skipti á árinu. Kannanir benda til þess að Líkúd-flokkur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra fái álíka mörg sæti og hið bláa og hvíta bandalag miðjumanna. Stjórnarmyndun gæti því reynst erfið.

Ekkert nýtt frá Johnson

Breski forsætisráðherrann reynir að ná samningi við ESB en evrópskir leiðtogar eru sagðri efast um að hann setji nokkurn kraft í verkið.

Baulað á Johnson í Lúxemborg

Breski forsætisráðherrann hætti við sameiginlegan blaðamannafund með forsætisráðherra Lúxemborg vegna hóps mótmælenda sem gerði hróp að honum.

Viðræður í Venesúela runnar út í sandinn

Sex vikur eru síðan fulltrúar stjórnvalda sögðu sig frá viðræðum sem Norðmenn höfðu milligöngu um. Stjórnarandstaðan segir nú að útséð sé um að þeim verði haldið áfram.

Opinberuðu ekki árásir Kína af ótta við afleiðingar

Starfsmenn leyniþjónustu Ástralíu komust fyrr á þessu ári að þeirri niðurstöðu að Kína beri ábyrgð á tölvuárásum sem beindust gegn þingi ríkisins og þremur stærstu stjórnmálaflokkum þess skömmu fyrir þingkosningar í maí.

Viðræður í skötulíki

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram.

Efast um lögmæti niðurstöðu Hæstaréttar

Ilhan Omar, þingmaður Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir niðurstöðu Hæstaréttar þar í landi vera siðferðilega og lagalega ranga að sínu mati.

Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar.

Enn einn þingmaður genginn til liðs við Frjálslynda demókrata

Sam Gyimah, fyrrum þingmaður breska Íhaldsflokksins, gekk í dag til liðs við Frjálslynda demókrata. Hann er sjötti þingmaðurinn til þess að yfirgefa flokk sinn og ganga til liðs við Frjálslynda demókrata. Líkt og hinir hafði Gyimah vistaskipti vegna stefnu flokks síns í Brexit-málum.

Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir

Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum.

Sjá næstu 50 fréttir