Fleiri fréttir

Byssuofbeldi í unglingamyndum þrefaldast
Byssuofbeldi í bandarískum kvikmyndum sem leyfðar eru unglingum hefur rúmlega þrefaldast frá árinu 1985 að því er ný rannsókn hefur leitt í ljós. Og það sem meira er, á síðasta ári var meira um byssuofbeldi í unglingamyndum, en í þeim myndum sem bannaðar eru innan sautján ára aldurs.

Herskip á leið til Filippseyja til aðstoðar
Bresk og Bandarísk herskip eru nú á leið til Filippseyja, hlaðin hjálpargögnum, til þess að taka þátt í björgunarstarfinu þar í landi eftir að fellibylurinn Hayian lagði þar stór landsvæði í rúst. Bandarískt flugmóðurskip er meðal annars á leið á svæðið auk bresks orrustuskips.

Eru hársbreidd frá samkomulagi við Írani
John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að hársbreidd hafi munað frá því að hægt yrði að gera samning um kjarnorkuáætlun Írans um helgina. Utanríkisráðherrar nokkurra öflugustu ríkja heims hittu þá utanríkisráðherra Írana á fundi í Genf í Sviss þar sem reynt var að útkljá þetta áralanga deilumál.

Leika sér að því að rota saklaust fólk
Bandarískir táningar ráðast á einstaklinga af handahófi og reyna að rota þau með einu höggi.

Flóttamenn í Kenía fá aðstoð
Kenísk yfirvöld hafa áhyggjur af stöðu sómalskra flóttamanna í landinu.

Kambódía deilir við Taíland
Hofið Preah Vihear tilheyrir Kambódíu samkvæmt niðurstöðu Alþjóðadómstólsins.

Ólíkur vöxtur Ólympíufara
Ljósmyndarinn Howard Schatz hefur myndað fjölda fólk sem hefur tekið þátt í keppni á Ólympíuleikunum og komist að raun um að líkamar ólympíufaranna eru mjög ólíkir.

Endur sem Gordon Ramsey notar í foie gras lifa við þröngan kost, í eigin skít og ælu
Endurnar sem Gordon Ramsey notar til þess að matreiða foie gras á veitingastöðum sínum eru geymdar í pínulitlum búrum þar sem þær hafa ekkert pláss til að hreyfa sig. Þær eru margar hverjar með mikið af sárum og jafnvel með brotin nef.

Íran hættir við kjarnorkusamning
ohn Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Íran hafa hætt við samning um kjarnorkuáætlun Írans á laugardag. Viðræður Írans við Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Rússland og Kína plús Þýskaland.

Brasilískur maður grafinn lifandi
Bjargað eftir að vegfarandi heyrði hróp og köll.

Eyðileggingin á Filippseyjum
Hundruð þúsunda manna glíma við afleiðingar hamfaranna og þurfa á brýnni aðstoð að halda.

Negldi punginn á sér fastan við Rauða torgið
Listamaðurinn Pyotr Pavlensky fór óhefðbundna leið til að mótmæla stjórnvöldum í Rússlandi.

Íransviðræðum verði haldið áfram
Bæði Íranir og viðsemjendur þeirra telja enn möguleika á að ná samningum um kjarnorkuáætlun landsins.

Tugir fanga teknir af lífi í Norður-Kóreu
Þúsundir manna eru taldir hafa fylgst með opinberum fjöldaaftökum í landi Kim Jong Uns.

Líklegast að gervihnötturinn hafi brunnið upp til agna
Gervihnötturinn Goce frá Evrópsku geimferðastofnuninni féll til jarðar í nótt og brann upp til agna, að því er talið er. Þetta er í fyrsta sinn í 25 ár sem gerfihnöttur frá stofnuninni fellur stjórnlaus til jarðar en þessi var svo lágt á lofti að hann þurfti að beita rafknúnum hreyfli til þess að halda sér á sporbaugi.

Sýrlenska þjóðarráðið vill vera með í friðarviðræðum
Einn stærsti stjórnarandstöðuhópurinn í Sýrlandi, Sýrlenska þjóðarráðið, hefur nú afráðið að taka þátt í friðarviðræðum við Sýrlensk stjórnvöld sem halda á í Sviss á næstunni.

Ringulreið á Filippseyjum
Ástandið á Fillipseyjum er skelfilegt eftir að fellibylurinn Hayian gekk yfir eyjarnar og erfiðlega gengur fyrir björgunarsveitir að komast á staðina sem verst urður úti. Talið er að allt að tíu þúsund manns hafi farist í borginni Tacloban einni saman og hundruð eða þúsundir annarsstaðar.

Vopnahléi komið á við Qudsaya í Sýrlandi
Í fyrsta sinn í margar vikur verður hægt að koma matvælum til fólks í bænum Qudsaya nærri höfuðborg Sýrlands í kjölfar tilslakana sem náðust í samningum stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Bærinn er á valdi uppreisnarmanna og hefur verið í herkví vikum saman.

Ný hlið á Hamas samtökunum
Hamas samtökin á Gaza ströndinni hafa í fyrsta sinn skipað sér kvenkyns talsmann.

Gríðarlegar hamfarir á Filippseyjum
Fellibylurinni Haiyan skall á austurströnd Filippseyja á föstudaginn og olli gífurlegu manntjóni og eyðileggingu. Lík liggja á víð og dreif og hanga jafnvel úr trjám. Samband hefur enn ekki náðst við fjölda byggða og reiknað er með að fjöldi látinna muni hækka enn meira.

Segir byssukúlu sem fjarlægð var úr höfði Kennedy aldrei hafa verið sýnda
Hjúkrunarkonan Phyllis Hall, sem tók á móti John F. Kennedy á sjúkrahúsinu þangað sem hann var sendur eftir að hann var skotinn, segir að í höfði hans hafi verið byssukúla sem aldrei hafi verið sýnd.

Drakk crystal meth fyrir mistök og lést
Breskur karlmaður, Romano Dias, lét lífið eftir að hann drakk vökva sem innihélt eiturlyfið "crystal meth“ í misgripum fyrir heilsudrykk.

Langar vaktir í Líbanon
Í Dahieh, úthverfi Beirút í Líbanon sem er helsta vígi Hezbollah-samtakanna, er starfrækt ein af 45 sjúkrabílastöðvum í borginni. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, fór nýlega með sjálfboðaliðum Rauða krossins á tólf klukkustunda langa vakt og myndaði það sem fyrir augu bar.

Maður grafinn lifandi
Kona í kirkjugarði í Brasilíu varð vör við hreyfingu á gröf og komst að því að maður væri að reyna að grafa sig upp.

Óvíst um öryggi Íslendinga á Filippseyjum
Sambandslaust hefur verið í morgun við Biliran, þar sem Íslendingar sem starfa hjá Jarðborunum, eru staðsettir -- átta talsins. Veður er þó ekki verst þar og gengið hafði verið tryggilega frá öllu þannig að Rúnar Þór Jónsson, sem staddur er í Manila, telur þeim óhætt.

Ísraelar einir grunaðir
Palestínustjórn segist ekki hafa neinn annan grunaðan um morð á Jasser Arafat en Ísraela.

Ísraelar andmæla Íranssamningi
Benjamín Netanjahú segir samning Vesturveldanna við Íran um kjarnorkumál vera afleik.

Bandaríkin svipt atkvæðisrétti í UNESCO
Í þrjú ár hafa Bandaríkin ekki greitt gjöld sín til UNESCO í mótmælaskyni við aðild Palestínu.

Fjórir látnir í fárviðrinu
Einn öflugasti fellibylur sögunnar reið yfir Filippseyjar í nótt og varð að minnsta kosti fjórum að bana.

Vonir um að samkomulag náist við Íran
John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nú á leið til Genfar í Sviss til þess að taka þátt í viðræðum um kjarnorkuáætlun Írana. Kerry er nú á ferð um Miðausturlönd en breytti ferðaáætlununum sínum snarlega þegar yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, Catherine Ashton, bauð honum á fundinn.

Borgarstjórinn í Toronto hótar að myrða mann
Borgarstjórinn í Toronto í Kanada er enn í vandræðum en fyrr í vikunni neyddist hann til að viðurkenna að hafa reykt krakk í borgarstjóratíð sinni.

Kærði eiginkonuna fyrir að ala sér ófríð börn
Maður í Kína hafði betur fyrir dómstólum í máli gegn fyrrverandi eiginkonu sinni sem ól honum, að hans mati, ófríð börn.

Söguleg löggjöf samþykkt í Bandaríkjunum
Öldungardeild bandaríska þingsins samþykkt í dag löggjöf sem varðar réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender fólks. Samkvæmt lögunum er bannað að ráða eða reka einstaklinga úr vinnu vegna kynhneigðar þeirra.

"Það stafar mikil ógn af þessum fellibyl“
Fellibylurinn Haiyan gengur yfir Filippseyjar í nótt, en óveðrið er það mesta sem mælst hefur á jörðinni á þessu ári. Búast má við að vindhviður geti farið upp í 370 kílómetra á klukkustund.

Blandaðar bardagaíþróttir barna vekja óhug
Talið að um þrjár milljónir barna, allt niður í fimm ára gömul, stundi blandaðar bardagaíþróttir í Bandaríkjunum.

Bréf til Japanskeisara veldur uppnámi
Japanskur þingmaður gerðist svo djarfur að afhenda keisaranum bréf til að vekja athygli á kjarnorkuhættunni í Fukushima.

Gríska lögreglan rýmir byggingu gríska ríkisútvarpsins
Fyrrverandi starfsmenn og stuðningsmenn útvarpsstöðvarinnar lögðu húsið undir sig í júní, þegar starfsemin var lögð niður.

Ólympíueldurinn kominn út í geim
Rússar skutu í morgun upp geimfari með Ólympíukyndilinn innanborðs. Bandaríkjamenn gerðu slíkt hið sama 1996.

Toppar bresku leyniþjónustunnar yfirheyrðir
Þingnefnd sem hyggst spyrja yfirmenn bresku leyniþjónustunnar út í mál tengd uppljóstraranum Edward Snowden.

Húsvörðurinn í krufningum vegna manneklu
Í líkhúsinu í Kristianstad í Svíþjóð hefur húsvörður í afleysingastarfi krufið að minnsta kosti tvö lík.

Ólöglegt tóbak í Ástralíu
Eftir breytingar á lögum um tóbak í Ástralíu hefur sala á ólöglegu tóbaki aukist.

Þrýst á borgarstjóra að segja af sér vegna krakkreykinga
Rúmlega tvö hundruð mótmælendur stóðu fyrir utan ráðhúsið þegar Rob Ford, borgarstjóri Toronto, mætti til vinnu í dag.

Eitrað var fyrir Arafat
Niðurstöður rannsókna á líkamsleifum Jassers Arafats sýna að hann lést af völdum póloneitrunar.

Lieberman sýknaður
Avigdor Lieberman getur tekið aftur við embætti utanríkisráðherra í Ísrael, verði úrskurði undirréttar ekki áfrýjað.

Ótrúlegt en satt: Furðulegustu dýr veraldar
Sum dýr veraldar líta svo ótrúlega út að erfitt er að trúa því að þau séu til í raun og veru. Mörg þeirra virðast koma úr vísindaskáldskap eða hreinlega teiknimyndum.