Fleiri fréttir

GSM-bylgjur hafa veruleg áhrif á lífverur

Rannsókn stúlkna í níunda bekk í Danmörku sýnir að rafbylgjur hafa veruleg áhrif á lífverur. Börnin ákváðu að ráðast í tilraunina eftir að þau áttuðu sig á því að þau áttu erfitt með að festa svefn þegar þau lögðust til hvílu með farsímann sinn við hliðina á höfðinu. Ef þau náðu að sofna með símann við hliðina á sér áttu þau erfitt með að einbeita sér í skólanum daginn eftir.

Draugur á krá í Devon

Svo virðist sem draugur sé fastagestur á rugbybar í Devon. Myndir hafa náðst af bjöllu sem hringir og finnast engar skýringar á því aðrar en draugagangur.

Karlkyns fatafella kemst í hann krappan

Karlkynsfatafella frá Wales mætti fyrir rétt nýlega en hann hefur verið kærður fyrir að ráðast á þrjár konur sem púuðu hann af sviðinu á kvennakvöldi.

Páfi fordæmir efnishyggjuna

Frans 1 páfi hefur lýst því yfir að efnishyggja og hið alþjóðlega fjármálakerfi sé við að breyta manneskjum í markaðsvarning.

Danskir nasistar

Yfir þúsund ómetanleg skjöl hurfu á þriggja ára tímabili af Þjóðskjalasafni í Sjálandi. Skjölin fjalla öll um danska nasista á tímum seinni heimstyrjaldarinnar.

Fataframleiðsla til betri vegar?

Fjöldi alþjóðlegra fatafyrirtækja hefur skrifað undir bindandi samning sem skuldbindur þau til að bæta aðstæður verkafólks í Bangladess. Bandarísk fyrirtæki taka þó fæst þátt og segjast ætla að grípa til aðgerða sjálf. Stjórnvöld lofa líka umbótum.

Barbie fékk kaldar móttökur

Kvenréttindasamtök mættu á Alexandertorg í Berlín með brennandi dúkku á krossi við opnun á nýju draumahúsi Barbie þar í borg. Mótmælendur hrópuðu "það er skítalykt af bleiku“ og voru mun fleiri en aðdáendur þessarar frægu leikfangadúkku en innandyra er líkt eftir vistarverum Barbie.

Argast í Google vegna skatta

Forsvarsmenn tæknirisans Google sátu undir harðri gagnrýni breska þingsins í gær vegna skattamála fyrirtækisins.

Líklegt að Angelina láti fjarlægja eggjastokkana

Mjög líklegt þykir að leikkonan Angelina Jolie muni láta fjarlægja eggjastokka sína á næstunni. Eins og heimsbyggð veit gekkst hún nýlega undir tvöfalt brjóstnám og greindi frá því í The New York Times.

Íhuga álagningu kynjaskatts

Bæjaryfirvöld í Umeå í Svíþjóð velta nú fyrir sér hugmyndum um að leggja 7% hærri skatt á karlmenn heldur en konur.

Toyota á toppnum

Toyota er nú verðmætasta fyrirtæki Asíu, en fyrirtækið tók fram úr Samsung á verðbréfamörkuðum í morgun.

Skattstjóri rekinn

Steve Miller, alríkisskattstjóri Bandaríkjanna, hefur verið rekinn eftir að í ljós upp komu hneykslismál í tengslum við misnotkun embættisins sem beindist gegn Teboðshreyfingunni.

OJ segist ekki hafa brotið lög vísvitandi

OJ Simpson, fyrrverandi leikmaður í ameríska fótboltanum og leikari, gaf í dag skýrslu fyrir rétti í Nevada í Bandaríkjunum. Þar fóru fram réttarhöld vegna kröfu hans um að mál ákæruvaldsins gegn honum frá 2008 verði tekið upp að nýju.

Upprunalega uppskriftin af Coca-Cola fundin

Maður nokkur heldur því fram að hann hafi fundið upprunalegu uppskriftina að Coca-Cola sem leyndist í gömlum kössum sem fylgdu dánarbúi sem hann keypti.

Lofa að bæta kjör verkamanna í Bangladess

Nokkrir vestrænir tískurisar hafa skrifað undir sérstakan samning til að tryggja öryggi starfsmanna í fatafyrirtækjum í Bangladess. Meðal þeirra eru Zara, Benetton, Primark og H&M. Bandarísku stórfyrirtækin Sears, Gap og Wall Mart ætla ekki að skrifa undir samninginn, en frestur til þess rennur út í dag.

Fágætur Bítlagítar boðinn upp

Bandarískt uppboðshús mun bjóða upp rafmagnsgítar sem John Lennon og George Harrisson notuðu á hátindi ferils Bítlanna.

Vill giftast Brad sem fyrst

Angelina Jolie vill ganga í hjónaband með Brad Pitt unnusta sínum fyrr en seinna, nú eftir að hún hefur látið taka af sér bæði brjóstin.

Þjást af alvarlegum næringarskorti

Tvær kvennanna af þremur, sem haldið var föngnum í húsi Ariels Castros í Cleveland, bjuggu við aðstæður sem eru sambærilegar við það versta sem þekkist meðal stríðsfanga.

Dr. Kermit kemst hjá dauðarefsingu

Læknir í fóstureyðingum, sem sakfelldur var í Philadelphiu fyrir að deyða þrjú börn sem fæddust á lífi á læknastofu hans, tókst að forðast hugsanlega dauðarefsingu í gær með því að semja sérstaklega við saksóknara.

Viðskiptaþvinganir virka gegn Kóreumönnum

Harðar viðskiptaþvinganir gagnvart Norður-Kóreu, vopnabann og aðrar alþjóðlegar aðgerðir virðast hafa dregið úr þenslu ólöglegrar kjarnorkuáætlunar Kóreumanna.

Njósnari rekinn frá Rússlandi

Bandarískur njósnari í dulargervi var handsamaður í Moskvu fyrir skemmstu. Njósnarinn var að reyna að fá rússneskan njósnara til liðs við bandarísku leyniþjónustuna CIA með því að bera á hann fé, að því er rússnesk stjórnvöld greindu frá í gær. Maðurinn þarf að yfirgefa Rússland strax.

Samkynhneigðir fá að gifta sig í Minnesota

Hjónabönd samkynhneigðra verða leyfð í Minnesota í Bandaríkjunum frá og með ágúst á þessu ári. Þetta var samþykkt á þinginu á mánudaginn, eftir atkvæðagreiðslu. Atkvæðin voru 37 á móti 30, að sögn fréttavefjar New York Times.

Mikilvægt skref í þágu kvenna

„Hluti af því að vera kona er að horfast í augu við hættuna á brjóstakrabbameini og bregðast við því með viðeigandi hætti,“ segir greinarhöfundur The Guardian

Hvetja fólk til að borða fleiri skordýr

„Skordýr eru alls staðar og þau fjölga sér hratt. Þau hafa hágæðaprótín og næringarefni í samanburði við kjöt og fisk og eru sérstaklega mikilvæg sem bætiefni fyrir vannærð börn.“

Virðist eiga sér langa ofbeldissögu

Ariel Castro er sagður hafa gengið í skrokk á fyrrverandi sambýliskonu sinni, hótað manni með skóflu og numið barn á brott í skólabíl.

Þrautaganga prentmiðlanna

Í fjölmiðlum vestanhafs er talað um föstudaginn síðasta sem kolsvartan fyrir prentmiðla. Ekki síst eiga götublöðin undir högg að sækja.

Sjá næstu 50 fréttir