Fleiri fréttir

Nauðlenti vegna farþega sem söng látlaust lög eftir Houston

Flugstjóri American Airlines þurfti að nauðlenda vél félagsins í Kansas, eftir að kona um borð hafði boðið upp á einsöng á laginu "I will always love you" með Whitney Houston og neitað að láta af söngnum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir farþeganna og flugstjórans.

Vill menn til Mars innan tuttugu ára

"Við þurfum að gera heiminn spenntan fyrir geimferðum á ný,“ segir bandaríski geimfarinn Buzz Aldrin í pistli sem hann ritaði á vefsíðu CNN í síðustu viku.

Hvatt til skordýraáts

Meira skordýraát á heimsvísu gæti hjálpað til í baráttunni við hungursneyð. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna.

Ætla að hækka laun verkafólks

Hryllingurinn þegar fataverksmiðjan hrundi á dögunum hefur orðið til þess að ráðuneyti mála sem tengjast textíliðnaði í Bangladess hefur gripið til ýmissa aðgerða.

Biðja um frið til að jafna sig

Amanda Berry, Gina DeJesus og Michelle Knight, sem frelsaðar voru úr kynlífsánauð í Cleveland í Bandaríkjunum á mánudag, gáfu frá sér yfirlýsingu í gær.

Allt útlit fyrir stjórnarkreppu í Búlgaríu

Mið-hægriflokkurinn í Búlgaríu og helsti keppinautur þeirra, flokkur sósíalista, höfðu mest fylgi kjósenda í þingkosningum þar í landi í gær, samkvæmt útgönguspám. Hvorugur flokkurinn virtist hins vegar meirihluta til að mynda stjórn eins flokks.

Friðsöm valdaskipti í Pakistan í fyrsta sinn

Nawaz Sharif, sem gegndi tvisvar embætti forsætisráðherra Pakistan á tíunda áratugnum, tekur á ný við embættinu eftir þingkosningar þar í landi. Ríflega 130 létust í árásum talibana í aðdraganda kosninganna, þar af tuttugu á kjördag.

Yfir 80.000 liggja í valnum í Sýrlandi

Yfir 80.000 manns hafa nú látist í átökunum í Sýrlandi frá því að þau hófust fyrir meira en tveim árum síðan. Helmingur hinna látnu eru óbreyttir borgarar samkvæmt talningum Syrian Observatory for Human Rights.

Barbara segir bless

Einhver helsta stjarna bandarísks sjónvarps, Barbara Walters, ætlar að hætta á skjánum á næsta ári.

Yfir 250 eftirlitsmenn fylgjast með kosningum í Búlgaríu

Yfir 250 alþjóðlegir eftirlitsmenn fylgjast nú með kosningunum í Búlgaríu en um sjö milljónir manna ganga að kjörborðinu í dag. Mikil ólga er í kringum kosningarnar, ekki síst eftir að 350 þúsund falsaðir kosningaseðlar fundust í prentverksmiðju skammt frá höfuðborg Búlgaríu, Sófíu, í gær.

Eftirlýstur glæpamaður handtekinn nærri Alicante

Andrew Moran, rúmlega þrítugur Breti, var handtekinn nærri Alicante á Spáni en hann er á meðal helstu manna sem eru eftirlýstir í Bretlandi. Moran hefur verið á flótta í fjögur ár en hann var upphaflega handtekinn árið 2005 þegar hann, ásamt nokkrum öðrum mönnum, rændu póstþjónustu og höfðu 25 þúsund pund upp úr krafsinu.

Móðir DeJesus gæti ekki hugsað sér betri mæðradag

„Ég gæti ekki hugsað mér betri mæðradag,“ sagði Nancy Ruiz, móðir Gina DeJesus sem er ein þriggja kvenna sem slapp úr hryllilegri prísund Ariel Castro fyrr í vikunni, í samtali við Reuters fréttastofuna.

Kosningar í Búlgaríu - hætta á stjórnarkreppu

Gengið er til kosninga í Búlgaríu í dag. Hægrimenn og sósíalistar eru hnífjafnir í skoðanakönnunum og óttast stjórnmálaskýrendur að það gæti orðið til þess að hvorugur flokkur nái að mynda meirihluta.

Nawaz Sharif búinn að lýsa yfir sigri

Nawaz Sharif, leiðtogi Múslimabandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, fagnaði í gærkvöldi með stuðningsmönnum sínum eftir að hann lýsti yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær.

Tæplega 30 létust í námuslysi í Kína

Alls létust 27 verkamenn í kolanámu í Kína í nótt þegar sprenging varð í námunni sem er í Sichuan héraðinu í suðvesturhluta Kína. Yfir hundrað verkamenn voru í námunni þegar sprengingin varð.

Páfi tilkynnti um hundruð nýrra dýrlinga

Fransis páfi tilkynnti í dag um hundruð nýrra dýrlinga, þar á meðal píslarvotta frá fimmtándu öld sem höfðu neitað að taka upp íslamska trú. Páfinn tilkynnti um þetta þegar hann predikaði fyrir tugþúsundum á Sankti Péturstorgi í dag.

Fjörutíu látnir í Tyrklandi

Fjörtíu er látnir og um hundrað slasaðir eftir að bílasprengja sprakk í bænum Reyhanli í Tyrklandi í morgun, en bærinn er við landamæri Sýrlands. Talið er að tvær bílasprengjur hafi sprungið nærri pósthúsinu í bænum með þessum afleiðingum.

Mannskæðar sprengjuárásir í Tyrklandi

Átján létust og ellefu særðust í sprengjum sem féllu á bæinn Reyhanli í Tyrklandi í morgun en bærinn er skammt frá landamærum Sýrlands. Fjölmargir flóttamenn hafa flúið frá Sýrlandi til bæjarins undanfarna mánuði. Samkvæmt BBC heyrðust fjórar sprengingar fyrir hádegi í dag.

"Nú er loksins að birta til"

Aesha Mohammadzai vakti heimsathygli árið 2010 þegar hún sat fyrir á forsíðu tímaritsins Time eftir að eiginmaður hennar skar af henni nef og eyru.

Castro er faðir stúlkunnar

DNA-próf hefur leitt í ljós að Ariel Castro er faðir sex ára stúlkunnar sem haldið var í ánauð í Cleveland ásamt þremur konum.

Atvinnuleysi meðal ungs fólks í Grikklandi mælist yfir 60 prósentum

Atvinnuleysi meðal grískra ungmenna á aldrinum 15 til 25 ára hefur náð nýjum hæðum og mældist yfir 60 prósentum í febrúar síðastliðnum. Atvinnuleysi í Grikklandi mælist nú 27 prósent sem er meira en tvöfalt yfir meðaltali annarra evrópulanda þar sem atvinnuleysi mælist að jafnaði um 12 prósent. Grísk stjórnvöld hafa eytt um efni fram svo árum skiptir.

Á yfir höfði sér dauðarefsingu

Saksóknari í Ohio mun meðal annars sækja Ariel Castro til saka fyrir morð en sá rændi, sem kunnugt er, þremur táningsstúlkum í Cleaveland og hélt þeim föngnum í áratug. Castro starfaði sem skólabílstjóri. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér dauðarefsingu. Castro er meðal annars talinn hafa barið eina stúlknanna ólétta þannig að hún missti fóstur átta sinnum.

Eitt stærsta bankarán sögunnar

Upp komst um eitt eitthvert stræsta bankarán sögunnar nýverið að sögn saksóknara í Bandaríkjunum, en um er að ræða alþjóðlegt tölvusvindl sem gengur út á að stela aðgangi að kreditkortum og draga út fé úr hraðbönkum í 27 löndum. Upphæðin nemur 45 milljónum bandaríkjadala sem er um 5,3 milljarðar íslenskra króna. Dómsmálaráðuneyti bandaríkjanna hefur kært átta menn fyrir verknaðinn en þeir tilheyrðu samtökum sem staðsett voru í New York. Sjö þeirra hafa verið handteknir en sá áttundi, sem er leiðtogi hópsins, er sagður hafa verið myrtur í Dómíníkanska lýðveldinu, 27. apríl.

Fangi breytti sér í gleðikonu

Kólómbískum fanga tókst að flýja og til að dyljast fyrir lögreglu fór hann í brjóstaaðgerð og klæddi sig sem kona til að forðast fangelsisvist.

Bólusetja fátækustu stúlkurnar

Tvö fjölþjóðleg lyfjafyrirtæki í félagi við alþjóðasamtök á heilbrigðissviði taka þátt í verkefni sem miðar að því að auka vernd milljóna stúlkna í fátækum löndum gegn leghálskrabbameini.

Nýgiftur lést eftir árás hákarls

Þrjátíu og sex ára gamall Frakki í brúðkaupsferð lét lífið í hákarlaárás á frönsku eyjunni Reunion í Indlandshafi síðdegis á miðvikudag. Maðurinn hafði verið við leik á brimbretti undan strönd Brisants de Saint-Gilles meðan eiginkona hans sólaði sig á ströndinni.

Páfi kopta sækir Vatíkanið heim

Tawadros annar, páfi Koptísku kirkjunnar í Egyptalandi, er lagður af stað í opinbera heimsókn til Vatíkansins, að sögn starfsmanna kirkjunnar. 40 ár eru liðin síðan páfi kopta heimsótti síðast Vatíkanið.

Sjá næstu 50 fréttir