Fleiri fréttir

Stóru hægri og vinstri flokkarnir á Ítalíu saman í stjórn

"Þetta er eini möguleikinn!“ sagði Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu, þegar hann færði Enrico Letta umboð til þess að mynda ríkisstjórn og binda þannig enda á tveggja mánaða stjórnarkreppu og hefja vinnu við að koma Ítalíu á rétta leið.

Sprengdu fornan bænaturn

Stríðandi fylkingar í Sýrlandi kenna hvor annarri um að hafa sprengt og fellt sögufrægan bænaturn við Umayyad-moskuna í borginni Aleppo í gær.

Metverð fékkst fyrir risaegg

Metverð fékkst á uppboði hjá Christie's í vikunni fyrir risavaxið egg sem er að hluta til steingert.

Greiðara smit úr fuglum í fólk

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir nýtt afbrigði af fuglaflensunni, sem kom upp í Kína fyrir stuttu og kallast H7N9, virðast eiga greiðara með að smitast úr fuglum í fólk en önnur þekkt afbrigði, eins og H5N1.

Kærður fyrir að vera nakinn heima fyrir

Kæra var lögð fram á hendur sænskum manni eftir að kona sem gekk fram hjá heimili hans tilkynnti hann til lögreglu. Konan tjáði lögreglu að hún hefði orðið fyrir kynferðislegri árás af hálfu mannsins og fór fram á 9.000,- sænskar krónur í bætur. Maðurinn var sýknaður af ákærunni fyrir héraðsdómstól.

Hamborgarinn alveg eins eftir 14 ár

Þegar Íslendingar ferðast til útlanda þá fá þeir sér gjarnan McDonald's hamborgara enda ekki hægt að fá sér borgarana hér á landi lengur. Hvort þeir geri það áfram verður hver og einn að gera upp við sig.

Sækja um að fá að búa á Mars

Hefur þú áhuga á að eyða restinni af ævinni á Mars? Þú getur þá sótt um að fá far þangað. Ekki er fyrirhugað að komið verði aftur til jarðar.

Hrundi á háannatíma

Minnst sjötíu eru látnir eftir að átta hæða bygging í Bangladess hrundi til grunna á háannatíma.

Vilja að stjórnvöld grípi inn í kjaradeilu

Samtökin Foreldrar og skóli í Danmörku vilja að stjórnvöld grípi inn í til að binda enda á kjaradeilu kennara og sambands sveitarfélaga. Kannanir sýna að meirihluti landsmanna er á þeirri skoðun og að meiri samúð er með sjónarmiðum kennara en sveitarfélaganna.

Ráðist gegn Frökkum í Líbíu

Bílasprengja sprakk við franska sendiráðið í Trípólí, höfuðborg Líbíu, í gærmorgun. Tveir franskir öryggisverðir særðust í árásinni auk líbísks tánings. François Hollande, forseti Frakklands, sagði árásina árás á öll lönd sem berjast gegn hryðjuverkum.

Dæmdur fyrir að múta kennara sínum

Hinn 26 ára gamli Yang Li var dæmdur í ársfangelsi fyrir að hafa reynt að múta kennara sínum eftir að hann fékk falleinkunn fyrir doktorsritgerð sína í nýsköpun og tæknistjórnun.

Falsfrétt um sprengingar í Hvíta húsinu hafði víðtæk áhrif

Dow Jones hlutabréfavísitalan féll skyndilega á tveimur mínútum um 130 punkta í dag þegar greint var frá því á twitter-síðu AP fréttastofunnar að tvær sprengingar hefðu orðið í Hvíta húsinu í Washington og að Barack Obama forseti væri særður.

Vandinn sagður rista djúpt

Tíðar fréttir af kynferðisárásum á Indlandi hafa vakið óhug og athygli víða. Indversk réttindasamtök segja lítið hafa breyst þrátt fyrir umfjöllunina.

Franska þingið heimilar hjónavígslur samkynhneigðra

Franska þingið samþykkti í dag frumvarp sem heimilar hjónavígslur samkynhneigðra para. Atkvæði féllu þannig að 331 samþykkti frumvarpið en 225 greiddu atkvæði gegn, eftir því sem fram kemur á vef CNN.

Richie Havens allur

Einn helsti tákngervingur ´68 kynslóðarinnar er látinn, 72 ára að aldri.

Bloomberg enn í stríði við reykingar

Borgarstjórinn í New York, Michael R. Bloomberg, vill nú hækka leyfilegan aldur til tóbakskaupa upp í 21 ár en það er nú við 18 ára aldurinn.

Biskupum rænt í Sýrlandi

Herskár armur uppreisnarafla í Sýrlandi hafa rænt tveimur biskupum og hefur þá nú í haldi.

Engin hryðjuverkatengsl fundist

Ekkert hefur enn komið fram sem bendlar bræðurna Tamerlan og Dzhokhar Tsarnaev, sem taldir eru bera ábyrgð á sprengjuárásinni í Boston, við íslömsk öfgasamtök. Ekkert er vitað um tilgang árásarinnar.

Hungurverkfall í Guantanamo

Tæplega 40% fanga í Guantanamo-fangabúðum Bandaríkjanna á Kúbu eru nú í hungurverkfalli til að mótmæla aðstæðum sínum í búðunum og því að þeir séu geymdir þar um óákveðinn tíma.

Komu í veg fyrir hryðjuverk í Kanada

Kanadíska lögreglan tilkynnti í dag að tveir menn hefðu verið handteknir í dag, áður en þeim tókst að fremja hryðjuverk nærri Toronto.

Tsarnaev ákærður fyrir sprengingarnar í Boston

Hinn ungi Dzhokhar Tsarnaev, sem sprengdi þrjár sprengjur í Boston Maraþoninu ásamt bróður sínum, sem er látinn, hefur verið ákærður fyrir brot sín að því er BBC greinir frá á heimasíðu sinni.

Mótmæla giftingum samkynhneigðra

Kannanir benda til að 55 til 60 prósent Frakka séu fylgjandi því að samkynhneigðir fái að giftast en um 50 prósent sé fylgjandi því að samkynhneigðir fái að ættleiða börn.

Vatnsskortur í Kína

Nú liggur fyrir að 186 manns biðu bana í miklum jarðskjálfta sem reið yfir suð-vesturhluta Kína, í Sichuan-héraði, nú um helgina.

Bræðurnir hefðu hugsanlega gert fleiri árásir

Talið er að bræðurnir sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á sprengingunni í Boston maraþoninu hafi ætlað sér að gera fleiri árásir. Þetta segir Ed Davis, lögreglustjórinn í Boston.

Óvíst hvort yngri árásarmaðurinn muni nokkurn tímann tala

Hugsanlegt er að aldrei verði hægt að taka skýrslu af Dzhokhar Tsarnaev,yngri bróðurnum, sem grunaður er um að hafa staðið að sprengjutilræðinu í Boston á mánudag. Hann liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi og er mállaus vegna þess að hann hlaut skot í hálsinn. Hann var handtekinn á föstudagskvöld en eldri bróðir hans var skotinn til bana nóttina áður.

Hlauparar minntust þolenda sprengjuárásarinnar

Hlauparar í maraþoninu í Lundúnum í dag þögðu í 30 sekúndur áður en hlaupið hófst til þess að minnast þolenda sprengjuárásarinnar í Boston á mánudaginn. um 35 þúsund manns tóku þátt í maraþoninu. Þúsundir söfnuðust saman á götum til þess að fylgjast með hlaupurunum þegar þeir lögðu af stað frá Blackheath og voru margir með svört sorgarbönd.

Ríkasti maður Bretlands

Alisher Usmanov er ríkasti maður Bretlands, samkvæmt lista Sunday Times. Alisher, sem er upprunninn frá Rússlandi, er þekktastur fyrir að eiga 30% hlut í Arsenal. Eignir hans eru metnar á 13,3 milljarða króna, samkvæmt listanum sem birtur var í dag.

Sjá næstu 50 fréttir