Erlent

Metverð fékkst fyrir risaegg

Þorgils Jónsson skrifar
Egg fílsfuglsins er um það bil hundrað sinnum stærra en hænuegg. Fréttablaðið/AP
Egg fílsfuglsins er um það bil hundrað sinnum stærra en hænuegg. Fréttablaðið/AP
Metverð fékkst á uppboði hjá Christie‘s í vikunni fyrir risavaxið egg sem er að hluta til steingert.

Eggið fannst á eyjunni Madagaskar og er undan útdauðri tegund sem kallast fílsfugl. Það seldist á tæpar tólf milljónir íslenskra króna, sem er meira en tvöfalt hærra verð en búist var við.

Fílsfuglinn dó út fyrir mörgum öldum og er talið að eggið sé frá því fyrir sautjándu öld. Fílsfuglar voru ófleygir og nærðust á ávöxtum. Þeir voru ekki ósvipaðir strútum en gátu náð allt að 3,4 metra hæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×