Erlent

Bloomberg enn í stríði við reykingar

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Bloomberg borgarstjóri er grimmur andstæðingur reykinga.
Bloomberg borgarstjóri er grimmur andstæðingur reykinga.
Borgarstjórinn í New York, Michael R. Bloomberg, vill nú hækka leyfilegan aldur til tóbakskaupa upp í 21 ár en það er nú við 18 ára aldurinn. Gangi þau áform eftir mun  New York-borg vera sá staður í Bandaríkjunum þar sem lengst er gengið í þeim efnum.

Bloomberg er grimmur andstæðingur reykinga en hann hefur áður lagt bann við reykingum í veitingahúsum, öllum opinberum stöðum og meira að segja er bannað að reykja í almenningsgörðum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×