Fleiri fréttir

Neyðarlánið bjargar Kýpur fyrir horn

Kýpverskir ráðamenn segja samkomulagið sem tókst snemma í gærmorgun vera sársaukafullt. Þríeyki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og seðlabanka Evrópusambandsins hefur fallist á að veita Kýpverjum neyðarlán upp á tíu milljarða evra, jafnvirði um það bil 1.600 milljarða króna, gegn því að næststærsti banki landsins fari að stórum hluta í gjaldþrotameðferð.

Gerðu húsleit hjá Amnesty

Saksóknarar og skattayfirvöld í Moskvu gerðu í gær húsleit á skrifstofum Amnesty International og fleiri mannréttindasamtaka.

Tímamótadómur í Danmörku

Tveir danskir bræður af sómölskum uppruna voru í gær dæmdir fyrir héraðsdómi í Árósum í þriggja og hálfs árs fangelsi hvor um sig fyrir að hafa sótt æfingabúðir fyrir hryðjuverkamenn. Um tímamótadóm er að ræða þar sem aldrei fyrr hefur verið dæmt eftir þessum lagabókstaf, sem var tekinn í lög árið 2006.

Skutu hvítabjörn til bana í nauðvörn

Litlu mátti muna að illa færi fyrir manni og konu þegar trylltur hvítabjörn reyndi að brjótast til inngöngu í kofa þar sem þau voru stödd við Hornsund á Svalbarða á sunnudag. Maðurinn skaut björninn og drap hann með skammbyssu.

Ungir Danir úr glæpagengjum berjast í Sýrlandi

Æ fleiri ungir Danir sem tilheyra glæpagengjum í landinu og eru múhammeðstrúar hafa farið til Sýrlands til að berjast þar með herskáum íslamistum í stríðinu sem þar geisar.

Mikill vindur þegar mennirnir stukku

Eic Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, segir töluverðan vind hafa verið þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífastökki vestanhafs í gær. Hann minnir á að fallhlífastökk sé ekki áhættulaust.

Sefur í búri

Nýjasta aðalhlutverk skosku leikkonunnar Tildu Swinton hefur vakið mikla athygli.

42 milljörðum ríkari

Íbúi í New Jersey í Bandaríkjunum datt í lukkupottinn í gærkvöldi þegar dregið var úr Powerball lottóinu. Maðurinn vann jafnvirði 42 milljarða íslenskra króna.

Boris Berzovsky allur

Rússneski auðmaðurinn Boris Berzovsky fannst látinn á heimili sínu á Englandi í dag. Berezovsky var 67 ára gamall.

Myrtu þrettán mánaða gamalt barn

Tveir drengir á táningsaldri hafa verið handteknir sakaðir um að hafa myrt þrettán mánaða gamalt barn í bænum Brunswick í Georgíufylki í Bandaríkjunum.

Páfamatur

Frans, nýskipaður páfi, mun brjóta blað í sögu kaþólsku kirkjunnar í dag þegar hann og forveri hans í páfastóli, Benedikt páfi sextándi, munu setjast niður og snæða hádegisverð.

Grímurnar birtast á götunum í Japan

Þegar vora tekur í Japan birtist grímuklætt fólk á götunum. Þetta árið er óvenju mikið um frjókorn. Að sama skapi er óvenju mikið um grímur á götunum. Þær eru nú orðið ekki bara hvítar og skurðstofulegar, heldur í öllum regnbogans litum.

Kaþólskir gegn kirkju páfans

Víða um heim hefur kaþólska kirkjan átt í vök að verjast, rétt eins og flest önnur trúarbrögð, Óþrjótandi kynferðisbrotamál og einstrengingsleg afstaða gagnvart getnaðarvörnum og samkynhneigð gerir illt verra. Erfitt verður fyrir nýjan páfa að snúa við þeirri þróun, þótt hann sé fyrsti páfinn frá Suður-Ameríku og þyki bæði ljúfur og lítillátur.

Obama vill sjálfstætt ríki Palestínu

Barack Obama Bandaríkjaforseti segir Palestínumenn eiga rétt á eigin ríki og hefur trú á tveggja ríkja lausn á deilum þeirra við Ísraela. Forsetinn segir það einu leiðina til að tryggja öryggi og framþróun Ísraels.

Stjórnlaus vöruflutningabíll rann 10 kílómetra

Mildi þykir að enginn slasaðist þegar stjórnlaus vöruflutningabíll þeyttist um hraðbraut í Þýskalandi í gær. Atvikið átti sér stað á A6 hraðbrautinni í ríkinu Baden-Württemberg.

Klámstjarna Deep Throat öll

Harry Reems, aðalleikarinn í klámmyndinni Deep Throat, er látinn 65 ára að aldri. Banameinið var krabbamein í brisi.

Þyrluslys í Berlín

Einn lést þegar tvær flugvélar á vegum þýsku lögreglunnar skullu saman við æfingar nærri Ólympíuleikvanginum í Berlín í dag. Skyggni var afar lítið vegna snjókomu.

YouTube að ná Facebook

Einn milljarður manna sækir myndbandavefinn YouTube heim í hverjum mánuði. Forsvarsmenn síðunnar, sem er í eigu Google, segir snjallsíma helstu ástæðu mikillar fjölgunar undanfarin misseri.

Biðst afsökunar á ættleiðingum

Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu, baðst í morgun afsökunar á ættleiðingastefnu Ástrala sem var við lýði á árunum 1950 til 1970. Tugþúsundir barna ógiftra mæðra á unglingsaldri voru þá teknar af mæðrum sínum og gefin barnlausum giftum pörum. Margar konur segja að þær hafi verið neyddar til að gefa börn sín frá sér. Gillard segir að þessi stefna stjórnvalda hafi skapað mikinn sársauka.

Þurfti að dulbúa sig sem strák

Hin 22 ára gamla Maria Toorpakai Wazir er ein fremsta skvasskona heimsins. Það er ekki síður merkilegt fyrir þær sakir að Toorpakai er frá Pakistan þar sem stelpur þurfa oftar en ekki leyfi til þess að fara út úr húsi.

Ballerínur sagðar þvingaðar í vændi

Ekkert lát hefur verið á gagnkvæmum ásökunum innan rússneska Bolsjoí-ballettsins eftir sýruárás á listrænan stjórnanda flokksins í janúar. Nú síðast eru yfirmenn sakaðir um að hafa þvingað kvendansara flokksins til að stunda vændi.

Grískur harmleikur á Kýpur

Stjórnvöld á Kýpur tilkynntu um síðustu helgi að þetta litla eyríki í Miðjarðarhafi stæði frammi fyrir fjármálakreppu. Leitaði Kýpur fyrir vikið til þríeykisins svokallaða; Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og hefur farið fram á neyðarlán.

Sjá næstu 50 fréttir