Erlent

42 milljörðum ríkari

Fyrri vinningshafi í lottóinu.
Fyrri vinningshafi í lottóinu. Nordicphotos/Getty
Íbúi í New Jersey í Bandaríkjunum datt í lukkupottinn í gærkvöldi þegar dregið var úr Powerball lottóinu. Maðurinn vann jafnvirði 42 milljarða íslenskra króna.

Forsvarsmenn getraunaleiksins vilja hvorki gefa upp hvar miðinn var keyptur né hvort vinningshafinn hefði gefið sig fram. Upplýsingarnar verði þó gerðar opinberar á mánudag.

Um er að ræða sjötta stærsta vinninginn í sögu lottósins. Engin hafði unnið stóra vinninginn síðan Dave Honeywell varð 27 milljörðum króna ríkari í byrjun febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×