Fleiri fréttir

Ásakanir um efnavopnaárás

Stjórnarherinn og uppreisnarmenn í Sýrlandi skiptust í gær á ásökunum um efnavopnaárás, sem sögð var hafa átt sér stað í þorpi norðan til í landinu, skammt frá borginni Aleppo.

Uppreisnarmenn minna á sig

Að minnsta kosti 65 manns létu lífið á þriðjudagskvöld af völdum sprengjuárása í Írak, daginn áður en rétt tíu ár voru liðin frá því að innrás Bandaríkjamanna og fylgismanna þeirra hófst.

Þingið felldi innistæðuskattinn

Frumvarp um skatt á bankainnistæður var fellt í atkvæðagreiðslu á Kýpurþingi síðdegis í gær. Alls voru 36 þingmenn á móti, nítján sátu hjá en enginn studdi frumvarpið.

Fullkomin óvissa á Kýpur, neyðarfundur boðaður í dag

Fullkomin óvissa ríkir í málefnum Kýpur eftir að þing eyjarinnar felldi í gærkvöldi samkomulag um neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Forseti landsins hefur boðað leiðtoga þingflokkanna til neyðarfundar í dag.

Ný stjórn mynduð á Grænlandi

Ný stjórn hefur verið mynduð á Grænlandi undir forystu Siumut flokksins. Aleqa Hammond formaður flokksins verður næsti formaður grænlensku heimastjórnarinnar.

Árásaralda í Bagdad

Að minnsta kosti 56 féllu og hundruðir særðust í röð sprengjuárása í Bagdad í dag, en tíu ár eru liðin frá innrás bandamanna í landið.

Johnson sakaði Nixon um landráð árið 1968

Hljóðritanir af símtölum Lyndon B. Johnson fyrrum forseta Bandaríkjanna sem nýlega voru gerðar opinberar sýna að Richard Nixon næsti forseti kom í veg fyrir að hægt væri að semja um frið í Víetnam þegar árið 1968.

Evrópubúar óttast fordæmið frá Kýpur

Kýpurþing frestaði aftur afgreiðslu frumvarps um skatt á bankainnistæður. Kýpurstjórn hyggst gera breytingar á skattinum, þannig að lægstu innistæðum verði frekar hlíft. Seðlabanki ESB segist ekki ætla að gera neinar athugasemdir við það.

Kennir parinu að nokkru um árásina

Sex menn voru handteknir á sunnudag í Madya Pradesh á Indlandi, sakaðir um að hafa ráðist á par frá Sviss, bundið manninn við tré og nauðgað konunni.

Sterkasta kaffi í heimi

Mike Brown vinnur nú að því að markaðssetja sterkasta kaffi í heimi - kaffið ber nafnið Death Wish Coffee. Kaffið er tvisvar sinnum sterkara en espresso og á umbúðunum eru neytendur varaðir við "mörgum andvöku nóttum“.

Hollande orðinn óvinsælli en Marine Le Pen

Vinsældir Francois Hollande Frakklandsforseta hafa aldrei mælst minni meðal Frakka. Í nýrri könnun eru aðeins 31% Frakka ánægðir með störf hans og þar með nýtur hann minni vinsælda en hægröfgamaðurinn Marine Le Pen.

Fugladrit fannst á hinu heimsþekkta málverki Ópinu

Þegar verið var að hreinsa upprunalegu útgáfuna af hinu heimsþekkta málverki Ópið eftir norska listmálarann Edvard Munch í síðustu viku kom í ljós að lítill hvítur blettur á því er fugladrit.

Katrín vill son en Vilhjálmur dóttur

Katrín Middleton, eiginkona Vilhjálms prins Breta, segist vona að hún gangi með strák. Katrín er gengin fimm og hálfan mánuð. Hún talaði opinskátt um meðgöngu sína í fyrsta sinn í dag þegar hún fagnaði degi Heilags Patreks.

Stórkostlegar mörgæsir

Mörgæsir eru stórkostleg dýr og fáir sem geta mótmælt því. Átján tegundir mörgæsa eru til í heiminum en þær er þó allar að finna á suðurhveli jarðarinnar.

Hugsanlegt að fleiri verði ákærðir í Steubenville-málinu

Nauðgunin í Steubenville í Ohio hefur vakið heimsathygli og ekki að ástæðulausu. Tveir piltar, Trent Mays, 17 ára, og Ma'Lik Richmond, 16 ára, voru dæmdir í að minnsta kosti eins árs refsivist í unglingafangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 16 ára stúlku sem þeir frömdu í byrjun ágúst á síðasta ári.

Klámnotkun breskra grunnskólabarna raunverulegt vandamál

Aðgengi breskra grunnskólanemanda að klámi á netinu er farið að hafa alvarleg áhrif á hegðun þeirra og hugmyndir um sambönd samkvæmt fréttaskýringu breska dagblaðsins Daily Telegraph. Þar kemur fram að kennarar telji vandamálið orðið svo alvarlegt að þeir vilja sérstaka stefnumörkun í skólakerfinu til þess að takast á við vandamálið.

Fimm játað hópnauðgun á Indlandi

Fimm karlmenn hafa játað að hafa hópnauðgað svissneskri konu og ráðist á eiginmann hennar í Madhya Pradesh héraðinu á Indlandi á föstudagskvöld. Fjölmiðlar þar í landi hafa nafngreint mennina en lögregla leitar nú sjötta mannsins sem talinn er tengjast málinu.

Sjá næstu 50 fréttir