Erlent

Björguðu börnum frá vændi

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur greint frá því að 79 unglingum, sem neyddir höfðu verið til að stunda vændi, hafi verið bjargað í síðustu viku frá hótelum og börum víða um Bandaríkin. Unglingarnir, 77 stúlkur og tveir drengir, voru á aldrinum 13 til 17 ára.

Samkvæmt tilkynningu FBI hafði unglingunum og fjölskyldum þeirra verið hótað stunduðu þeir ekki vændi. Alls voru 104 handteknir vegna gruns um mansal.

Aðgerðin í síðustu viku var liður í herferð sem leitt hefur til þess að um 2.200 börnum hefur verið bjargað.

- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×