Erlent

Fundu einn stærsta sjóð járnaldarmynta í Evrópu

Einn stærsti sjóður járnaldarmynta í Evrópu hefur fundist á Jersey í Bretlandi en talið er að verðmæti hans nemi um tveimur milljörðum króna.

Um er að ræða rómverskar og keltneskar myntir frá fyrstu öld en það voru tveir menn með málmleitartæki sem fundu sjóðinn.

Ekki er vitað nákvæmlega um fjölda þeirra mynta sem fundust en miðað við þyngd sjóðsins er áætlað að þær séu um 50.000 talsins.

Nákvæm staðsetning á fundarstaðnum hefur ekki verið gefin upp þar sem rannsaka þarf staðinn nánar.

Mennirnir tveir sem fundu sjóðinn höfðu leitað að honum í ein 30 ár eða eftir að þeir fréttu að bóndi einn á Jersey hefði fundið silfurmyntir á akri sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×