Erlent

Köfnuðu í vörubíl til S-Afríku

Myndin er frá Sómalíu en tengist fréttinni annars ekki.
Myndin er frá Sómalíu en tengist fréttinni annars ekki.
43 Eþíópíumenn og Sómalar köfnuðu á þriðjudag í vörubíl sem átti að smygla þeim til Suður-Afríku. Líkum fólksins hafði verið hent úr vörubílnum í Tansaníu eftir að ökumaður hans gerði sér grein fyrir því að fólkið væri látið. Sjötíu manns lifðu af og fá nú læknisaðstoð.

Sómalar og Eþíópíumenn borga margir vel til að komast til Suður-Afríku í betra efnahagsástand. Leiðin liggur í gegnum fjölda landa og fólk er iðulega smyglað í gámum og vörubílum. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×