Erlent

Lesa sig út úr fangelsunum

Bækur
Bækur
Föngum í brasilískum fangelsum mun standa nýstárleg leið til boða til að stytta fangelsisvist sína; að lesa bækur. Hver bók styttir vistina um fjóra daga. Guardian greinir frá þessu.

Fangelsi landsins eru yfirfull og með þessu á að grynnka á þeim vanda. Um tilraun er að ræða í fjórum fangelsum landsins. Sérstök skilorðsnefnd velur fangana, en þeir hafa mánuð til að lesa hverja bók og skrifa um hana ritgerð. Fangarnir geta því lesið tólf bækur á ári og stytt vistina um 48 daga.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×