Erlent

Um 500 danskar netsíður með barnaklámi stofnaðar í fyrra

Á síðasta ári voru stofnaðar um 500 nýjar netsíður með ólöglegu barnaklámi í Danmörku eða nær 10 síður í hverri viku ársins.

Þetta kemur fram í nýrri úttekt hjá dönsku barnaverndarsamtökunum Red Barnet. Samtökin eru með sérstakt símanúmer þar sem hægt er að tilkynna um barnaklám á netinu og í fyrra fengu þau tæplega 2.400 slíkar tilkynningar.

Kuno Sörensen sálfræðingur hjá Red Barnet segir að þessi þróun sýni að enn sé mikil eftirspurn eftir barnaklámi og að alltof mörg börn verði fórnarlömb kynferðisafbrota sem geta valdið þeim varanlegum skaða það sem eftir er ævinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×