Erlent

Gífurleg spenna í samskiptum Tyrkja og Sýrlendinga

Gífurleg spenna ríkir nú í samskiptum Tyrklands og Sýrlands en Tyrkir hafa sakað Sýrlendinga um að hafa skotið á aðra herþotu sína í gærdag.

Á föstudag fórst ein af F-4 herþotum Tyrklands eftir að Sýrlendingar skutu hana niður. Tyrkir hafa tilkynnt Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að árásir Sýrlendinga á tyrkneskar herþotur séu alvarleg ógn við öryggi á landamærum landanna og að Sýrlendingar muni ekki sleppa frá þessu máli án refsingar.

Þá hafa Tyrkir óskað eftir fundi hjá NATO vegna málsins og verður sá fundur haldinn í Brussel á föstudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×