Erlent

Viðurkennir að hafa orðið maka sínum að bana

Heather Cooper lést að sökum höfuðhöggs og hnífstungu á hálsi.
Heather Cooper lést að sökum höfuðhöggs og hnífstungu á hálsi.
Peter Foster, fyrrum rannsóknarlögreglumaður, játaði í síðustu viku að hafa orðið maka sínum, Heather Cooper, að bana. Hann hafði áður neitað sök. Konan fannst grafin í skógi nærri Lurgshall í Sussex, Bretlandi, í október á síðasta ári.

Hann breytti vitnisburði sínum og játaði sök fyrir rétti á þriðjudaginn í síðustu viku.

Konan var drepin á heimili þeirra þar sem hún var í barneignarleyfi eftir að þeirra annað barn fæddist viku fyrr. Krufning leiddi í ljós að konan hafði dáið við höfuðhögg og hnífstungu á hálsi.

Konan gekk til liðs við lögregluna í Surrey 2003 og var vel metin. Hún fékk meðal annars viðurkenningu árið 2009 fyrir fagmennsku og staðfestu í starfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×