Erlent

Tókust í hendur á N-Írlandi

Drottningin og McGuinness tókust í hendur, sem þykir mikilvægt skref í friðarferli Norður-Íra. 
nordicphotos/afp
Drottningin og McGuinness tókust í hendur, sem þykir mikilvægt skref í friðarferli Norður-Íra. nordicphotos/afp
Elísabet Englandsdrottning hitti Martin McGuinness, sem er varaforsætisráðherra Norður-Írlands og var foringi í írska lýðveldishernum IRA, í gær. Þau tókust í hendur og þykja það ákveðin tímamót í samskiptum Norður-Íra við Breta.

IRA barðist lengi gegn breskum yfirráðum og hafa meðlimir hingað ekki viljað hitta konungsfjölskylduna. McGuinness var yfirmaður þar þegar frændi drottningarinnar, Louis Mountbatten lávarður, var myrtur af liðsmönnum IRA árið 1979. Samtökin afvopnuðust árið 2005. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×