Erlent

Starfsmenn fá frí til að horfa á Ólympíuleikana

Ólympíuleikvangurinn í London
Ólympíuleikvangurinn í London mynd/afp
Helmingur fyrirtækja í London gefur starfsmönnum sínum leyfi til að vinna heima og valmöguleika að taka sér frí á meðan á Ólympíuleikunum stendur, samkvæmt nýrri rannsókn.

Rannsóknin var gerð af CBI, stærstu erendrekasamtök (e. lobbying organization) í London, og náði til 250 fyrirtækja í höfuðborginni. Könnunin sýnir að flest fyrirtæki eru jákvæð fyrir viðburðinum og búast við að hann auki ferðamennsku í kjölfarið.

Helmingur fyrirtækjanna játar að finna fyrir stressi yfir öllum viðbúnaði sem þarf að vera klár áður en leikarnir hefjast.

„Leikarnir munu hjálpa til við að kynna London á heimsvísu og verða góðir fyrir efnahaginn," segir Sara Parker starfsmaður CBI.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×