Erlent

Assad viðurkennir að stríð geisar í Sýrlandi

Bashar al-Assad forseti Sýrlands hefur í fyrsta sinn viðurkennt opinberlega að stríð geisi í landinu.

Þetta sagði Assad í ávarpi sínu til nýrrar ríkisstjórnar sinnar. Hann sagði jafnframt að vinna þyrfti þetta stríð með öllum tiltækum ráðum.

Á sama tíma og Assad ávarpaði stjórn sína bárust fréttir af miklum bardögum í úthverfum Damaskus höfuðborgar Sýrlands.

Þar að auki stefnir í átök milli sýrlenska og tyrkneska hersins en Tyrkir hafa flutt mikið af skriðdrekasveitum og hermönnum að landamærum ríkjanna á síðustu sólarhringum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×