Erlent

Debby veldur neyðarástandi á Flórída

Rick Scott, ríkisstjóri í Flórída, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna hitabeltisstormsins Debby sem herjar nú á íbúa ríkisins.

Storminum fylgir úrhelli og mikið hvassviðri sem hefur valdið flóðum og rafmagnsleysi. Talið er að um 35.000 heimili í ríkinu séu án rafmagns vegna stormsins.

Þá berast fréttir um að olíufélög sem starfa á Mexíkóflóa séu að flytja starfsmenn sína af olíuborpöllum þeim sem stormurinn gæti farið yfir á næstu dögum.

Enn sem komið er hefur aðeins einn maður farist vegna stormsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×