Erlent

Rúmenskir vasaþjófar verði fangelsaðir

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Norski Framfaraflokkurinn vill að vasaþjófar verði settir á bak við lás og slá en aðeins ef um Rúmena er að ræða. Það er skoðun flokksins að Rúmenar sem stela misnoti EES-samninginn. Þess vegna eigi að breyta norskum lögum. Almennt er vasaþjófum í Noregi gert að greiða sekt.

Rúmenía varð aðildarríki að Evrópusambandinu 2007 og rúmenskir þegnar geta þess vegna dvalið í Noregi í þrjá mánuði án þess að sækja um dvalarleyfi. Framfaraflokkurinn vill að rúmenskir vasaþjófar séu í haldi þar til þeir eru fluttir úr landi, að því er segir á vef norska ríkisútvarpsins. - ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×