Erlent

Biskup segir af sér eftir faðmlög á baðströnd

Páfinn hefur fallist á afsögn biskups í Argentínu en biskupinn ákvað að segja af sér eftir að myndir birtust á sjónvarpsstöð af honum í áköfum faðmlögum við konu á baðströnd í Mexíkó.

Konan var aðeins í efnislitlu bikini og myndirnar sýna þau láta vel hvort að öðru í flæðarmálinu.

Biskupinn Fernando Bargello sem er 57 ára gamall, reyndi fyrst að halda því fram að konan væri æskuvinkona sín. Síðar viðurkenndi hann að um ástkonu sína væri að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×