Erlent

John Travolta kærður fyrir kynferðisafbrot

John Travolta ásamt konu sinni, Kelly Preston.
John Travolta ásamt konu sinni, Kelly Preston.
Fyrrverandi starfsmaður skemmtiferðskips hefur kært John Travolta fyrir að hafa berað sig fyrir framan hann og haldið sér gegn eigin vilja á siglingu í gegnum Karabískahafið fyrir þremur árum.

Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem Travolta er sakaður um kynferðisafbrot en hann var nýlega ákærður fyrir að áreita tvö ónefnda karlmannsnuddara.

Það mál var hins vegar fljótt afgreitt þar sem lögfræðingur leikarans sýndi fram á að hann hefði verið hinum megin á landinu þegar meint afbrot átti sér stað á Beverly Hills hótelinu í Los Angeles.

Travolta á einnig yfir höfði sér ákæru frá manni sem sakar hann um meiðyrði. Maðurinn sem skrifaði bók um ástarsamband sitt við leikarann heldur því fram að Travolta hafi ásamt lögfræðingi sínum breitt út sögusagnir að hann væri veikur á geði árið 2010. Hann segir þá hafa gert það til að koma í veg fyrir að almenningur myndi kaupa bókina hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×