Erlent

Romney sendir störf úr landi

Romney er sakaður um að vera peningagráðugur.
Romney er sakaður um að vera peningagráðugur. mynd/afp
Mitt Romney, forsetaframbjóðandi, hefur verið gagnrýndur fyrir að senda störf úr landi.

Barack Obama bandaríkjaforseti og varaforsetinn, Joe Biden, hafa gagnrýnt repúblíkanann í kosningarherferð sinni um landið, fyrir að hafa sent mörg störf úr landi sem fjárfestir hjá bandarískum fyrirtækjum með erlendu vinnuafli. Þeir segja hann leggja litla áherslu á að skapa störf innanlands.

„Hann á hrós skilið fyrir að skapa fjölda starfa í Singapore, Kína og Indlandi,“ sagði Biden háðslega um Romey.

Í kosningarherferð sinni um landið hefur Obama sakað keppinaut sinn um að hafa einungis eitt markmið, að græða peninga, sama hver fórnarkostnaðurinn kunni að vera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×