Erlent

Nær öllum bjargað er annað skip fórst við Jólaeyju

Búið er að bjarga 123 manns eftir að skipi yfirfullu af hælisleitendum hvolfdi rúmlega 100 mílum norður af Jólaeyju við Ástralíu. Þetta er í annað sinn á tæpri viku að skip með hælisleitendum ferst á þessum slóðum.

Talið er að nær allir um borð í þessu skipi hafi bjargast á lífi en nær 90 fórust í fyrra slysinu. Hælisleitendurnir sem bjargað var voru að koma frá Indónesíu og á leið til Jólaeyjar þar sem Ástralir reka stóra miðstöð fyrir þá sem leita hælis í landinu.

Það vildi hælisleitendunum til happs að tvö flutningaskip voru í grennd við skip þeirra og gátu bjargað þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×