Erlent

MI5 berst við óvenjumikið af tölvuárásum á Bretland

Breska leyniþjónustan MI5 segir að hún sé nú að berjast við óvenjumikið af tölvuárásum á bresk iðnaðarfyrirtæki og opinberar stofnanir.

Þetta kom fram í máli Jonathan Evans yfirmanns MI5 í gærkvöldi í fyrstu opinberu ræðunni sem hann hefur haldið í tvö ár. Evans segir að það séu ekki aðeins glæpamenn sem standi að baki þessum árásum heldur einnig erlend ríki. Árásir þessar séu ógn við öryggi upplýsingaflæðis innan Bretlands.

Evans segir að ekki sé aðeins um að ræða umfangsmikinn þjófnað á iðnaðarleyndarmálum heldur sé einnig hætta á að viðkvæmar opinberar upplýsingar komist í hendur glæpamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×