Fleiri fréttir

Óvanalegt lögreglumál í Bretlandi

Lögreglunni í Wakefield í Bretlandi barst tilkynning fyrr í vikunni um að alblóðugur maður haltraði við skipaskurði í bænum.

Ætlar að endurvekja egypsku byltinguna

Fyrrverandi forsætisráðherra Egyptalands, Ahmed Shafiq, sagði í dag að hann muni reyna að endurvekja byltinguna í landinu síðan í fyrra.

Hillary ferðast um Skandínavíu

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, verður á ferð um Skandínavíu í næstu viku. Hún ætlar að heimsækja Kaupmannahafnarbúa þann 31. maí næstkomandi og fara þaðan til Svíþjóðar. Eftir það fer hún til Tyrklands.

Handtökur í Aserbaídsjan

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Asebaídsjan, Ali Kerimli, var handtekinn fyrr í dag í kjölfar götumæla í miðborginni í gær. Lögregluyfirvöld í Bakú, höfuðborg landins, og víðar hafa handtekið fjölda manns á síðustu vikum.

Lagarde: Engin áform um að slaka á kröfum til Grikkja

Ekki verður slakað á kröfum til Grikkja varðandi niðurskurð, segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún segist hafa meiri samúð með Afríkubörnum sem ekki geta menntað sig en Grikkjum sem lifa undir fátæktarmörkum.

Handtöku Breiviks lýst

Norskir lögreglumenn báru vitni í máli Anders Behring Breivik í Osló í gær. Þeir lýstu því þegar fjöldamorðinginn var handsamaður í Útey, 22. júlí síðastliðinn, stuttu eftir að hann hafði myrt 69 manns.

Blóðbað í Sýrlandi

Þjóðarráðið í Sýrlandi, stærstu samtök andspyrnumanna í landinu, hafa farið fram á að Öryggisráð Sameinu Þjóðanna komi saman vegna atburðanna í bænum Houla í Homs-héraði í nótt.

Skotárás í Finnlandi - maðurinn handtekinn

Piltur og stúlka létu lífið í skotárás í finnsku borginni Hyvinkaa í nótt, þau voru bæði átján ára gömul. Þá særðust um tíu manns, þar af tveir lífshættulega.

Andstæður mætast í seinni umferðinni

Mohammed Morsi, forsetaefni Bræðralags múslima keppir að öllum líkindum við Ahmed Shafik, fulltrúa gömlu stjórnarinnar, í seinni umferð forsetakosninganna í júní. Fulltrúi vinstrimanna gæti þó enn átt möguleika.

Blaðamaður í kókaínsmygli

Blaðamaður í Kaupmannahöfn, sem skrifaði um fíkniefnaviðskipti, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa smyglað fjórum kílóum af kókaíni frá Perú til Danmerkur.

Kattarkona í Ísrael tók að sér 550 ketti

Maður frá Ísrael sótti um skilnað frá eiginkonu sinni á dögunum. Slíkt þykir nú varla fréttnæmt enda er það daglegur viðburður víða um heim. En ástæðan fyrir því að Ísraelinn vildi skilnað frá eiginkonu sinni var sá að konan tók að sér nokkra ketti. Það er nú kannski ofsögum sagt að þetta hafi verið "nokkrir“ kettir, því þegar hann kom heim einn daginn biðu hans hvorki meira né minna en 550 kettir.

Eitrað fyrir skólastúlkum

Eitrað var fyrir 120 skólastúlkum og þremur kennurum þeirra í skóla í Takhar í Afganistan síðastliðinn miðvikudag, að því er segir á fréttavefnum b.dk. Að sögn lögreglu voru andstæðingar menntunar kvenna að verki.

Ótrúlegir hæfileikar hjá kisa

Kötturinn Óskar hefur heldur betur slegið í gegn á internetinu síðustu daga en hann er gæddur þeim hæfileika að geta opnað frystinn heima hjá sér. Myndband af hæfileika kattarins var fyrst birt á youtube.com í febrúar en á síðustu dögum hefur klippan af honum farið eins og eldur um sinu og hafa nú yfir tvær milljónir manna horft á hana.

Bræ'ðralag múslima segist hafa forystu

Talning atkvæða er sumstaðar hafin í Egyptalandi en kosið var um nýjan forseta landsins í gær og í fyrradag. Aðeins er þó búið að telja lítið brot atkvæða en Múslimska bræðralagið, flokkur sem mikil áhrif hafði á byltinguna gegn Mubarak fyrrverandi forseta, hefur þegar lýst því yfir að þeirra frambjóðandi sé með forystuna. Það segjast þeir byggja á eigin spám.

Þingmenn slógust í þingsal

Þingfundur í Úkraínu leystist upp í allsherjar áflogum í gær. Slagsmálin brutust út á milli þingmanna stjórnarflokksins annars vegar og þingmanna minnihlutans hinsvegar. Hitamálið sem varð kveikjan að þeim snýst um hvort leyfa eigi Rússnesku í réttarsölum og á spítölum í þeim héröðum landsins þar sem flestir tala það tungumál í stað úkraínsku.

Getnaðarvarnarpilla fyrir karlmenn í sjónmáli

Vísindamenn eygja nú möguleika á því að þróa getnaðarvarnarpillu fyrir karlmenn. Genafræðingar við Edinborgarháskóla uppgötvuðu á dögunum genið Katnal 1 sem þeir segja að sé forsenda þess að líkaminn búi til sæði sem virki.

Mörgæs á flótta handsömuð í Tókíó

Yfirvöld í Japan hafa loksins handsamað mörgæs sem flúði úr sædýrasafni í Tókíó fyrir tveimur mánuðum síðan. Mörgæsinni tókst að klifra yfir háan vegg og komast í gegnum girðingu sem umlykur safnið og síðan lét hún sig einfaldlega hverfa í mannhafið í stórborginni.

Hollande heimsækir Afganistan

Francois Hollande, nýkjörinn forseti Frakka mætti óvænt í heimsókn til Afganistan í morgun og heimsótti þar franska hermenn. Búist er við því að hann hitti einnig Hamid Karzai forseta landsins en Hollande tilkynnti á dögunum um þá ákvörðun að kalla franskt herlið heim frá landinu ári fyrr en áætlað var.

Læknast hraðar og síður veikir

Karlkyns bavíanar sem eru í ráðandi stöðu í sínum hóp verða sjaldnar veikir og sár þeirra læknast hraðar en sár annarra bavíana, samkvæmt umfangsmikilli rannsókn vísindamanna á heilsufari þessarar apategundar.

Pottur talinn brotinn í skráningu Facebook

Kærumál streyma inn vegna vandræðagangs við markaðsskráningu Facebook. Hafin er rannsókn á því hvort fjárfestingarbankinn Morgan Stanley hafi mismunað fjárfestum í hlutafjárútboði og upplýst suma um neikvæða matsskýrslu.

Mannréttindabrot framin á báða bóga

Bæði stjórnarherinn og sveitir uppreisnarmanna stunda manndráp og pyntingar í Sýrlandi. Mest af ofbeldinu má þó rekja til stjórnarhersins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rannsókarnefndar SÞ.

Áhyggjur af afdrifum fjölskyldu Chen

Eldri bróðir kínverska flóttamannsins Chen Guangcheng, Chen Guangfu, hefur flúið heimabæ sinn. Hann fór til höfuðborgarinnar Peking til þess að ráðfæra sig við lögfræðinga, en sonur hans hefur verið ákærður fyrir morðtilraun.

Loftsteinadrífa skellur á Jörðinni

Bandaríski geimfarinn Don Pettit hefur mikið dálæti af því að deila ljósmyndum sínum. Þetta er afar jákvætt enda eru myndirnar hans vægast sagt sérstakar. Pettit tekur nefnilega ljósmyndirnar úr 400 kílómetra hæð og á rúmlega 28 þúsund kílómetra hraða.

"Þetta er Nelson. Hann stal símanum mínum"

Bandarísk kona sem glataði iPhone snjallsímanum sínum í skemmtisiglingu fyrir nokkru hefur nú haft upp á ræningjanum. Þjófurinn tók nokkrar ljósmyndir með símanum en þær birtust allar í tölvu konunnar.

Starfsfólk Heathrow undirbýr sig fyrir Ólympíuleikana

Starfsfólk Heathrow flugvallarins í Lundúnum undirbýr sig nú fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í borginni í sumar. Umferð um flugvöllin kemur til með að aukast um 65 prósent í kringum leikana og hið sama má segja um farangurinn.

Rætt um lofthelgi Íslands í Finnlandi

Forsætisráðherra Finnlands, Jyrki Katainen, neitaði í dag ásökunum stjórnarandstæðinga um að þátttaka Finnlands í loftrýmiseftirliti í íslensku lofthelgi sé tilraun til að koma landinu inn í Atlantshafsbandalagið.

Fellibylurinn Bud færist nær Mexíkó

Fellibylurinn Bud færist nú nær ströndum Mexíkó en hann er fyrsti fellibylur ársins á Kyrrahafi. Vindhraðinn mælist á um 170 kílómetrum á klukkustund. Gert er ráð fyrir að hann nái landi í Mexíkó síðdegis á morgun og hefur almenningur verið varaður við. Ekki er búist við að þessi fyrsti bylur tímabilsins valdi miklum skemmdum.

Nektarmynd af forsetanum harðlega gagnrýnd

Afríska þjóðarráðið, stærsti stjórnmálaflokkur Suður Afríku og flokkur forsetans Jakobs Zuma, hefur höfðað mál vegna myndar af forsetanum sem nú er til sýnis í galleríi í Jóhannesarborg.

Neitaði að fljúga með kvenkyns flugstjóra

Karlmanni var vísað út úr flugvél á vegum brasilíska flugfélagsins Trip Airlines eftir að hann lét óánægju sína í ljós með að flugstjórinn var kvenkyns. Flugstýran henti honum sjálf út rétt fyrir flugtak.

Dönsk sveitarfélög banna reykingar í vinnunni

Starfsmenn hins opinbera í Danmörku sem reykja eiga nú undir högg að sækja. Fjögur sveitarfélög í landinu hafa bannað starfsmönnum sínum alfarið að reykja í vinnunni og svipaðar reglur eru í vinnslu hjá tíu öðrum sveitarstjórnum. Þetta kemur fram á dönsku vefsíðunni avisen.dk í dag. Reykingar í vinnutíma hafa lengi verið viðkvæmt mál hjá hinum frjálslyndum Dönum en sveitarstjórnarmenn sem talað er við segja að framtíðin liggi augljóslega á þann veginn, að innan tíðar verði öllum starfsmönnum hins opinbera bannað að reykja, á vinnutíma.

Dæmdur í langa fangelsisvist

Shakil Afridi, læknir i Pakistan, hefur hlotið þungan fangelsisdóm og fésekt að auki fyrir að hjálpa Bandaríkjamönnum að hafa uppi á Osama bin Laden.

Plastpokar bannaðir í Los Angeles

Borgarstjórn Los Angeles borgar hefur ákveðið að banna alfarið notkun plastpoka í verslunum þessarar næst stærstu borgar Bandaríkjanna. 45 borgir í Kalíforníu hafa þegar gripið til þessa ráðs en Los Angeles ber þó höfuð og herðar yfir hinar borgirnar þegar kemur að plastpokanotkun.

Ólympíuleikar 2020: Þrjár borgir koma til greina

Þrjár borgir eru eftir í baráttunni um að fá að halda Ólympíuleikana árið 2020. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og þótt Ólympíuleikarnir í London hefjist ekki fyrr en í sumar er þegar hafinn undirbúningur að leikunum árið 2020. Leikarnir verða haldnir í Ríó de Janeiro í Brasilíu eftir fjögur ár en í gærkvöldi tilkynnti Alþjóða Ólympíunefndin að leikarnir að átta árum liðnum verði annaðhvort í Istanbúl, Tókíó eða í Madríd.

Góð þátttaka í Egyptalandi

Forsetakosningarnar í Egyptalandi fara nú fram annan daginn í röð en tvo daga þarf til enda gríðarlegur fjöldi á kjörskrá, eða fimmtíu milljónir manna. Um fyrstu frjálsu kosningarnar í sögu landsins er að ræða og eru tólf í framboði.

Langar biðraðir við kjörstaði

„Byltingin hefur breyst mikið. Bæði til hins betra og til hins verra,“ segir Wael Ramadan, fertugur Egypti sem starfar hjá símafyrirtæki og stóð í gær í biðröð eftir því að fá að greiða atkvæði á kjörstað í Kaíró.

Biðin styttist hjá Assange

Hæstiréttur Bretlands tilkynnti í gær að á miðvikudaginn í næstu viku verði kveðinn upp úrskurður í framsalsmáli Julians Assange, stofnanda lekasíðunnar Wikileaks.

Líkjast persónuleika manna

Simpansar og órangútanar eru með persónuleika sem líkjast mjög persónuleika manna. Þetta er niðurstaða rannsóknar vísindamanna við Edinborgarháskóla sem BBC segir frá.

Ræddu útgáfu evruskuldabréfa í Brussel

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittust á fundi í Brussel í gærkvöldi og ræddu fjárhagsvandræði svæðisins. Meðal annars var rætt um mögulega útgáfu svonefndra evruskuldabréfa.

Reyna að sanna tilvist snjómannsins ógurlega

Viðamikil rannsókn er hafin á því hvort snjómaðurinn ógurlegi sé í raun og veru til. Það eru vísindamenn við Oxford háskóla á Englandi sem leiða rannsóknina sem ætlað er að varpa ljósi á hvort snjómaðurinn ógurlegi sem fjölmargar sögur hafa verið sagðar um sé til í raun og veru.

Morðkvendi handtekið í eigin brúðkaupsveislu

Kona ein í Rússlandi var handtekin á dögunum grunuð um morð. Það sem gerir málið athyglisvert er að hin 22 ára gamla kona var handsömuð í miðri brúðkaupsveislu. Og það sem meira er, hún var sjálf brúðurin.

Ætlar í fallhlífarstökk - án fallhlífar

Breskur ofurhugi ætlar sér á spjöld sögunnar síðar í dag með því að stökkva út úr flugvél og lenda á jörðinni heilu og höldnu, án þess að nota fallhlíf.

Sjá næstu 50 fréttir