Erlent

Bræ'ðralag múslima segist hafa forystu

Mynd/AP
Talning atkvæða er sumstaðar hafin í Egyptalandi en kosið var um nýjan forseta landsins í gær og í fyrradag. Aðeins er þó búið að telja lítið brot atkvæða en Múslimska bræðralagið, flokkur sem mikil áhrif hafði á byltinguna gegn Mubarak fyrrverandi forseta, hefur þegar lýst því yfir að þeirra frambjóðandi sé með forystuna. Það segjast þeir byggja á eigin spám.

Kosningarnar þykja hafa farið nokkuð vel fram en um fyrstu frjálsu kosningar í sögu landsins var að ræða. Fimmtíu milljónir manna voru á kjörskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×